Er ekki óhætt að segja að veðrið sé áhugamál okkar Íslendinga? Að minnsta kosti þorra landamanna. Það er til umræðu hvert sem maður fer, alls staðar er fólk að tala um veðrið. Enda er það svo margbreytilegt, væri sennilega hundleiðinlegt ef það væri alltaf sól og hiti. Ég hef prufað að búa í sól og hita og maður fær leið á því, hverjum gæti þótt leiðinlegt í sól? Jú mér fannst það, var orðin leið á þessu og hefði sko alveg viljað fá smá rigningu annað slagið, það kom jú reyndar rigning en það var nú bara svo lítið að það tekur því ekki að tala um það. Einu sinni kom snjór í næsta þorpi sem er í rúmlega 300km fjarlægð og börnin úr mínum bæ voru keyrð þangað uppeftir til að sjá snjóinn. Eflaust þætti okkur þetta líka stórviðburður ef það snjóaði aldrei hérna, heldur væri bara alltaf endalaus sól og hiti. Núna sér bara ekki fyrir endann á kuldanum, kuldi eins langt og auga veðurfræðingsins sér, hvort er nú betra að hafa rigningu eða snjó? Mér persónulega finnst betra að hafa snjó, það verður allt miklu bjartar yfir að líta, eins og t.d. núna er ekki komið svartamyrkur og kl. rétt rúmlega fimm.
Í Svíþjóð þarf fólk að glíma við það rafmagnsleysi oft á tíðum, þetta er vegna þess að ef það kemur óveður þá eru trén fljót að brotna og lenda þá á rafmagnslínum. Ég vorkenni oft litlu syss en hún býr í Svíþjóð þar sem þetta er ansi oft að gerast, og í rafmagnsleysi fara nefnilega þjófar á stjá og á heimasíðunni hennar er hún að tala um þetta vandamál. Man bara ekki eftir því að það hafi verið rafmagnslaust hérna á höfuðborgarsvæðinu í langan tíma í einu, ef það fer af er það vegna þess að einhver gróf í sundur leiðslur. Þeir hjá OR eru þá fljótir að kippa þessu í lag aftur.
Jæja folks, læt þetta duga í bili um veður og rafmagnsleysi. Endilega kommentið hjá okkur og segið hvað ykkur finnst um þetta bull okkar afa.
Bless í bili
Amma gamla
16. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Alltaf gaman ad lesa bull í ödru fólki;)
Madur verdur ekkert smá forvitinn tegar madur veit ad fólk er med blogg!!!
Kvedja Erla B.
prufa
Skrifa ummæli