29. janúar 2007

Breytingar á heimilinu

Nú líður að því að litla fjölskyldan sem hefur búið og stækkað með okkur síðasta árið, flytur í nýtt húsnæði í uppi í Breiðholti. Þetta hefur í för með sér miklar breytingar fyrir okkur sem hér búa og þó ekki síður fyrir þau að komast út af fyrir sig og geta verið í friði fyrir afskiptasömum foreldrum og littlu syss sem öllu ræður.
Þeir sem eftir eru (6 st. með kettinum) verða þó að reyna að aðlagst því að ráfa um í fámenninu hér innandyra. Eitt er víst að það á eftir að labba oft í Breiðholtið (ca. 30 mín) að skoða litla kút og fylgjast með honum vaxa úr grasi. Við óskum þeim alls hins besta á nýjum stað.

Engin ummæli: