29. janúar 2007

Bahamas Harley D.



Nú var okkur að berast myndir úr ferðinni sem við fórum í Karabískahafið í nóvember. En þá fórum við í smá mótorhjólaferð með Völla Snæ á Harley D. um Bahamas. Það sem var meðal annars merkilegt við það var að við vorum þrír á hjólinu í einu og keyrðum um alla borgina þannig og vöktum athygli. Elfar hjá JBB tók myndirnar af okkur á hjólunum og kann ég honum bestu þakkir fyrir, ein þessara mynda birtist hér með til sönnunar. Þetta var ekki það eina sem við gerðum þennan daginn og má minnast á að við fórum á hraðbát og silgdum á fullri ferð með ströndinni og Völli kafaði eftir krossfiski sem var á stærð við fartölvu. Það var einnig minnisstætt hvað sjórinn er tær og fallegt að sigla á milli húsanna á kanalinum. Það er alveg örugglega gott að vera þarna til lengri tíma og maður fékk svona míní "Cape town" fíling, en staddur í Freeport.

Engin ummæli: