30. janúar 2007

Upprennandi íþróttakona!


Það er ánægð stelpa sem hampar hérna verðlaunapeningnum sem hún hlaut á Stórmóti ÍR um þar síðustu helgi. Hún keppti í 60m hlaupi, 600m hlaupi, hástökkvi og kúluvarpi. Allir fengu verðlaunapening. Mótið var mjög vel skipulagt og eiga mótshaldarar heiður skilið, það voru 535 skráðir á þetta mót og hlýtur það nú að vera Íslandsmet!
HANDBOLTI - HANDBOLTI - HANDBOLTI - HANDBOLTI
Í þessum pikkuðum orðum vorum við að tapa leiknum við Dani 41-42 og það var meira að segja framlenging því það var jafnt eftir 60 mín. Ohh greyin þeir voru svo svekktir en það þýðir ekki að gráta það. Þetta þýðir nú ekki að Danir hafi verið betri en við. Við vorum bara óheppin.
Já svona eru íþróttir, gleði og grátur til skiptis.........
En þá er komið að háttatíma hjá ömmu gömlu, á eftir að lesa eina litla smásögu í íslensku áður en Óli lokbrá kemur í heimsókn.
Þangað til næst........bless bless

Engin ummæli: