10. október 2009

Skuldlaust heimili


Hér er mynd af skuldlausu heimili í Lüderitz. Það sem veldur íbúunum áhyggjum er rafmagn og skolpleiðslur sem bæjaryfirvöld komu fyrir, vandamálið eru ekki lagnirnar heldur að bærinn vill fá smá greiðslur uppí kostnað. En það var betra á þeim stað sem gettóin voru áður en þau voru hrakin burt af bæjaryfirvöldum. Engar mánaðarlegar greiðslur, og þá...... er hægt að umbera hlandlykt og myrkur.
Svo má bæta því við að hér í Walvis Bay er hverfi þeldökkra þakið svona húsum þar leigja þeir frændum og bræðrum marga hluta af lóðinni sinni fyrir háa upphæð (Ca útborguð laun verkamanns) hver hluti með vatni og rafmagni á eina ljósaperu, en þú verður að skaffa gettóið sjálfur. Í húsið fara svo 6-9 manns og ca 2 vinna úti og allri eru sáttir, þannig er það allavega hjá þeirri sem skúrar hjá okkur skrifstofurnar. Með þessu hafa húseigendur dágóðar leigutekjur af lóðinni.
Er ekki verið að sýna gettó í Smáralindinni núna???
Það er svo hægt að benda á að þrátt fyrir allt þá eru til heimili á íslandi sem eiga minna en þetta, því miður.
Á myndinni má sjá matjurtargarð og klæðningin á húsinu er úr útflöttum ólíu-tunnum merktum CAT sem er eitt aðaltískumerðið hér í skóm og fatnaði ásamamt Jeep. Ekki ólíklegt að eitthvað vélartengt hafi komið í þeim upprunalega. Já hér er allt endurunnið og umhverfisvernd í verki. Kveðja afi
Posted by Picasa

4. október 2009

Mótorhjólahelgi Walvis Bay


Hér um helgina hefur verið mikið um mótorhjól í bænum, en kúbburinn hér er árlega með uppákomur keppni í öllu mögulegu á mótorhjólum. Þetta hefur mælst vel fyrir og undanfarin ár hafa komið klúbbar úr Cape Town, Windhoek og Lüderitz og þessum helstu stórborgum úr sunnanverðri Afríku. Lokað var annari af tvöföldu akreininni frá hringtorginu sem stefnir til Meersig. Þar var spyrnt með úrslætti og tímatöku. Ekki skildi ég mikið sem gargað var í kapp við tónlistina þar sem lýsingin fór fram á afríkans, en Eyfi Valt var á brautinni með flaggið og kom reglulega til mín með uppl.
Þeir sem voru í Lüderitz ættu að kannast við Nobba (á myndinni) sem hefur fengið nóg að éta undanfarið og gengur gistiþjónsustan greinilega vel hjá karli, og ekur hann á nýju BMW hjóli.
Þegar tímatökunni var lokið var dagskrá á tjaldstæðinu í bænum en það var lagt undir þetta. Þar var farið í að keppni að keyra eins hægt mögulegt er með farþega á þröngri braut og átti farþeginn á leiðinni að taka eins mörg glös og hann gat af glasabakka, auðvitað án þess að stoppa og tekinn var tíminn. Þetta reyndist erfiðara en flestir áttu von á og voru einungis fáir sem luku keppni. Einnig var keppt í að kasta Hondu mótor sem lengst, planka labb þar sem fjórir settu fæturna í planka og svo varð að labba í takt. En það sem vakti mesta lukku var "Bronco ride" en þá var ekið hjóli með hjámiðju gjörðum, og aka þurfti á milli þrauta. Til að krydda þetta svolítið þá voru nokkrir sem kveiktu í afturdekkjunum, einfaldlega voru með hjólið í frambremsu og gíruðu upp þangað til gúmmíð hitnaði, tættist af sprakk og alveg niður í felgu og regnið stóð aftur úr rándýrum hjólunum. Ég tók eftir einum starfsmanninum sem var að vinna við að þrífa klósettin og hann bara gapti. Svona eyðilegging er einfaldlega margra mánaða laun fyrir hann. Í heildina frábær hátíð og hafði ég gamana af. Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndina betur smellið á til stækkunar Kveðja úr sól og hita afi....
Posted by Picasa

1. október 2009

Fyrsti gámurinn

 
Nú er fyrsti gámurinn fullur og klár til sendingar. Það er viss áfangi að komast á, framundann er tími frekari uppbyggingar og lagfæringar í rekstri. En....það er bara spennandi verkefni að takast á við.
Nú er eins mánaðar veiði stopp og eru þá allir togarar og línubátar bundnir við bryggju. Vinnufólkið streymir í þúsundar tali norður í land og eyðir þeim peningum sem það hefur áunnið á vertíðinni. Kanski pínulítið eins og það var heima þegar sveitafólkið fór á vetrarvertíð og fór heim á vorin í sumarverkin og keypti kanski traktor fyrir hýruna af sjónum. Já já en fyrsta dollan er farin.....afi.
Posted by Picasa

25. september 2009

Psoriasis

Ég var sem fyrri daginn á spjalli við náunga hér á svæðinu, og tek þá efir því að hann er með Psoriasis bletti á olnboganum og segi að það henti vel að vera á sólríkum stað með þennann sjúkdóm. Hann hafði tekið eftir því að þar sem sólin skein á hann þar fékk hann ekki beltti. Svo í framhaldi af því hafði hann brennt blett sem hann var með á upphandleggnum og hafði verið að pirra hann frekar mikið. Þetta þurfti ég að fá að heyra aftur, já já ég brendi hann og ég gerði það með kertaloga og einni flösku af Viskí. Svo var ég náttúrulega með brunasár í staðinn sem ég var frekar aumur í næstu tvær vikurnar, en árangurinn er fullkominn.
Og hann bætti við, seinna samdi ég við vin minn um að brenna blett sem ég er með á olnboganum, en hann var fullur þá og vill ekki gera þetta fyrir mig í dag þótt ég minnist á það af og til, en þetta er erfiður staður að ná til. Svo ef einhver er til í að svíða með kerti eitt stykki skapstyggann fyrrverandi 140 kg lyftingamann sem er búinn að fá sér 1 Líter af Viskí í forrétt???' ef svo er þá kem ég því á ... hafið þið heyrt að það sé hægt að brenna þessa bletti burt?? kveðja afi

Nýja Corollan

 
Fengum okkur nýjan bíl fyrir nokkrum dögum. Ég tók eftir því að það var margmenni við bíl þar sem ég var staddur í innkaupum og spurði hvað væri um að vera?? jú eigandinn af trésmiðmjunni ætlar að selja bílinn. Gott mig vantar bíl og talaði við hann og þetta hlutu að vera góð kaup því allir vildu endilega kaupa akkúrat þennan bíl.
Það kom svo á daginn því að þetta eru nánast vandræði það er verið að spurja í tíma og ótíma hvort við viljum ekki selja og ef við seljum þá verði að hafa samband við viðkomandi. Einn sagðist vera búinn að fara um allt með bróðir sinn í Walvis Bay og Swakopmund og það eru bara ekki svona bílar á lausu. Af hverju færðu þér ekki bara Bens fyir svipað verð, jú þeir eru flottir líka en það eru bara svo dýrir varahlutir í hann svo bilar hann meira. Láttu mig bara vita þegar þú selur jafnvel þótt það sé eftir nokkur ár. Ja....þvílíkt hitt þessi gamla Corolla enda með spoiler og filmum í rúðum algjört "low class hit". Kveðja, afi
Posted by Picasa

21. september 2009

Dag draumar

 
Þessi náungi vinnur í beinaverksmiðjunni og sagði mér einn daginn að hann vildi endilega komast til Englands. Nú af hverju spurði ég. Nú ég vil endilega versla mér Volvo, já viltu þá ekki bara fara til Svíjóðar en þar eru þeir framleiddir, nú er það sagði vinurinn: Nei ég vil fara til "UK man" mig vantar nefnilega stórann fluttningabíl til að fara í atvinnuakstur, en peningarnir eru þar og aka til Angóla. Af hverju kaupirðu ekki bara Volvoinn hérna í Namibíu, já það er nefnilega vandamálið að það þarf að borga þá hér.
Svo ef einhver á fluttingabíl í UK sem ekki þarf að borga.... þá er ég með viðtakanda sem verður ekki í vandræðum með þetta. Að vísu held ég að kauði sé ekki með bílpróf. Kveðja afi.
Posted by Picasa

Stærsti Stjörnukíkir í heimi

 
Posted by Picasa

Hér í Walvis Bay er verið að smíða festingar eða undirstöður fyrir stærsta stjörnukíkir í heimi og á að reysa hann í Windhoek. Nú þegar er búið að smíða megið af honum en það sem er hér á myndinni fyrir ofan er bara toppurinn. Kraninn er gerður til að lyfta 70 tonnum og veitir ekki af því.
Smíðin hefur tekið á annað ár og er alls ekki búið að klára. Það sem vekur athygli mína er að það er verið að smíða þetta risaverk úr stáli á þeim stað á jörðinni sem er í efsta stæti yfir mestu ryðmyndun.