Nú eru framundan stór-tónleikar þann 16 febr. í Langholtskirkju. Þá verður frumfluttar tónsmíðar Björgvins Þ. Valdimarssonar á verki um sögu Sólveigar frá Miklabæ í Skagafirði alveg magnað verk með miklum andstæðum eins og líf hennar hefur verið. Texti er eftir Bjarna Stefán Konráðsson og er hann tær snild. Áður hafa þessir tveir menn samið saman "Jörð" og verður það flutt á sömu tónleikum. Það er án efa að þetta verður með flottustu tónleikum sem skagfirska söngsveitin hefur staðið að.
Það hefur verið gaman að æfa þessi verk í vetur og ég verð að segja fyrir minn smekk að þetta er miklu skemtilegra og meiri áskorun heldur en að flytja eitthvað sem hefur verið flutt margoft áður og til er á geisladiskum flutt af hinum og þessum og svo hermir hver eftir öðrum.
Auk þess hefur verið spreðað í strengjasveit og sagt er að bara sá kostnaður sé milljón. Eins hefur verið gaman æfa undir sjórn Garðars Corter (15 mínútur), en hann er stjórnandi. Nanna dóttir og sonur hans Axel eru einsöngvarar ásamt Hlöðver Sigurðssyni. Það er eftirtektarvert að Garðar mætir ca 15 mín seinna en Björgvin á æfingar og má segja að hann standi þar með undir nafni.
Og svo fáum við hin sem höfum söng að áhugamáli að safna pening til að borga atvinnumönnum kaup sem flestir hafa brennandi áhuga á sinni vinnu sem betur fer og örugglega ekki ofsælir af sínum launum. Það er enginn sjens að þetta geti borgað sig þetta er það mikil vinna og fáir áhorfendur (sennilega færri en 1000 manns, áhugi fjöldans er fyrir annarskonar afþreygingu og annarskonar tónlist. En ef þið hafðið áhuga á að skoða þessa sérvitringa, þá fáið þið ykkur miða og mætið á svæðið. Ég get reddað miðum. Eins er hægt að nálgast þá á Snorrabrautinni hjá óperukórnum. Sjá frekar á skagfirska.is
Góð kveðja, afi
7. febrúar 2008
3. febrúar 2008
Íbúðin komin í sölu
Nú höfum við látið verða af því að setja íbúðina í sölu og vorum við hjónin um helgina að taka til og þrífa. Búið er að taka myndir og væntanlega kemur hún á netið á morgun. Ásett verð er 54,6 og ætlum við að hafa hana til sölumeðferðar í ca 1 mánuð og ef ekki gengur endurtökum við leikinn í vor. Hugmyndin er svo að finna sér minni íbúð í hverfinu ca 110-120fm með 2-3 herbergjum og bílskúr eða stæði í skýli. Ég á ég ekki von á að það verði vandamál eins og markaðurinn er núna.
Pétur Sigruðsson fasteignasali í Flórida var í Perlunni með kynningu núna um helgina og notaði ég tækifærið og heilsaði upp á hann. Það var helst á honum að skilja að það væri offramboð af eignum þar núna og sagði hann að í boði væru 29.000 eignir til sölu á hans svæði, en æskilegt framboð væri um 7-9.000 eignir. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekki að fara að kaupa í Florida núna. ....Afi
ps Vilhelm kom í heimsókn og fékk sér bollur.
Pétur Sigruðsson fasteignasali í Flórida var í Perlunni með kynningu núna um helgina og notaði ég tækifærið og heilsaði upp á hann. Það var helst á honum að skilja að það væri offramboð af eignum þar núna og sagði hann að í boði væru 29.000 eignir til sölu á hans svæði, en æskilegt framboð væri um 7-9.000 eignir. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekki að fara að kaupa í Florida núna. ....Afi
ps Vilhelm kom í heimsókn og fékk sér bollur.
24. janúar 2008
Kirtlarnir úr Guðrúnu

Nú hafa háls-kirtlarnir verið teknir úr henni Guðrúnu og verða ekki settir í aftur. Aðgerðin fór fram á St. Jósepsspítala og gekk bærilega. Hún verður heima nokkra daga til að jafna sig. Sigrún verður hjá henni en svo óheppilega vildi til að hún fékk ælupest og liggja þær því samann. Kanski hefur það haft áhrif að það er einhver pest að ganga á sjúkrahúsinu, en ég rak augun í að það var verið að vara við magapest og því ættu heimsóknir að vera takmarkaðar. Sigrún var þarna yfir nótt og gæti það hafa gert gæfumuninn. Pálmar er einnig heima óvinnufær um óákveðinn tíma, þannig að staðan er sú að ég og kötturinn erum ein með heilsu.
Út-af
Það er þekkt að vandrataður er hinn gullni meðalvegur. En ég var ekki að rata hann þegar ég varð fyrir því að Volvoinn flaut upp í krapa á þriðjudaginn og fauk út-af og stoppaði á kafi í blautum snjó. Stöðvunarvegalengdin var um 6 metrar og var ég á um 40-60km hraða þannig að það var nokkuð harkalega stoppað. Bíllinn er ekki samur á eftir og hefur verið lagður inní bílskúr til aðhlynningar um óákveðinn tíma. Svo nú hefur verið dustað rykið af Sonötunni og er hún brúkuð á milli í dag.
15. janúar 2008
Tíska
Fór í búðir í dag til að ath hvort ég sæi nú eitthvað flott á útsölunum sem eru í hverri búð þessa dagana. Við erum nefnilega að fara á árshátíð hjá minni vinnu um helgina og það er ekkert til í fatakápnum á frúna. Þegar ég fer í búðir til að skoða þá sé ég alltaf eitthvað sem mig langar í, læt það yfirleitt aldrei eftir mér að versla neitt nema ég nauðsynlega þurfi á því að halda. Sá t.d. fullt af flottum fötum fyrir jólin sem ég gat alveg hugsað mér að eiga, hugsaði samt með mér að ég færi nú bara á útsölurnar í janúar þegar þær byrja. En hvernig stendur á því að þá sé ég aldrei neitt sem mig langar í? Er búin að fara í allar helstu kvenfataverslanir á höfuðborgarsvæðinu en það eina sem ég hef upp úr þessu er svekkelsi og kannski eitt par af nælonsokkum!
Á reyndar eftir að fara á Laugarveginn, kannski ég fari inn í einhverja spútnik búðina þar og finna eitthvað sætt, málið er að ég vil ekki glamúrkjól sem ég get ekki tjúttað í, ég hef nefnilega agalega gaman að dansa og þar sem ég er nú frægur klunni þá sé ég mig ekki í anda í voða glamúrkjól, gæti t.d. stigið á hann og dottið á hausinn.
Já gleymdi að minnast á eitt atriði í þessum búðum, og það eru skórnir sem maður getur farið í til að sjá heildarsvipinn á dressinu sem maður er búin að máta, OMG hvar ætli búðareigendur finni alla þessa ljótu skó sem þeir eru að bjóða manni? Kannski með þá svona ljóta til að þeim sé ekki stolið?
Þangað til næst amma kveður.............
Á reyndar eftir að fara á Laugarveginn, kannski ég fari inn í einhverja spútnik búðina þar og finna eitthvað sætt, málið er að ég vil ekki glamúrkjól sem ég get ekki tjúttað í, ég hef nefnilega agalega gaman að dansa og þar sem ég er nú frægur klunni þá sé ég mig ekki í anda í voða glamúrkjól, gæti t.d. stigið á hann og dottið á hausinn.
Já gleymdi að minnast á eitt atriði í þessum búðum, og það eru skórnir sem maður getur farið í til að sjá heildarsvipinn á dressinu sem maður er búin að máta, OMG hvar ætli búðareigendur finni alla þessa ljótu skó sem þeir eru að bjóða manni? Kannski með þá svona ljóta til að þeim sé ekki stolið?

6. janúar 2008
Hreyfing í nýtt húsnæði

Miklar breytingar eru hjá Sigrúnu í vinnunni þar sem Hreyfing er á hreyfingu og flytur í nýtt húsnæði í Glæsibæ. þetta verður mikill munur á vinnuaðstöðu fyrir Sigrúnu. Allar líkur eru á auknum viðskiptum og breyttum viðskiptamannahóp þar sem þjónustan er meiri og af öðrum gæðum en verið hefur. Hjá mér (afa) er það helst að frétta að starfsemin fyrirtækisins sem ég hef unnið fyrir í Þorlákshöfn hefur verið seld og nýjir eigendur hafa tekið við. Þetta þýðir töluverðara breytingar og starfsemi verður minni en áður var, hvað sem síðar verður.
30. desember 2007
Árið sem er að líða
Það hefur ýmislegt skemmtilegt gerst á árinu sem er að líða.
Um síðustu áramót kom systir pabba míns sem býr í USA í heimsókn til okkar og var mjög gaman að fá hana til okkar, þetta var í annað skiptið sem hún kemur í heimsókn til okkar. Einnig kom mútta gamla frá svíaríki og var hjá okkur um jól og áramót, hún kemur nú eins og jólasveinninn - reglulega.
Ég fór í 2 utanlandsferðir á árinu. Fyrsta ferðin var til frænku í USA og dvöldum við þar í 2 vikur, við tókum Þórunni mágkonu mína með í þessa ferð, upphaflega átti Matti bró að koma líka en hann vildi frekar fara til Afganistans að huga að talibönum sem þar búa. Ferðin var í alla staði mjög góð, fórum í 3 daga til NEW YORK CITY, mjög áhugaverð borg en ekki borg að mínu skapi. Ótrúlega mikið áreiti í þeirri borg. Við fengum að sjálfsögðu gott veður sem er alltaf betra þegar farið er til annara landa. Upplifðum 4 júlí partý að hætti Kanans hjá vinafólki frænku og marg margt fleira, jú kíktum auðvitað "aðeins" í mollin.
Seinni ferðin sem ég fór í var til Svíþjóðar að kíkja á múttu, litlu systir og litla bróðir sem þar búa. Við fórum í dömuferð ég og dætur mínar, reyndar kom Vilhelm með okkur ekki hægt að skilja hann eftir heima. Leigðum okkur bíl í Köben og keyrðu til múttu, ferðalagið tókst ljómandi vel.
Tinna dóttir mín útskifaðis úr Iðnskólanum í maí og einnig kærastinn hennar hann Guðmundur. Þau fluttu til Egilsstaða og er Tinnan mín þar á samningi hjá Hérðasprent.
Ég fór í eina skemmtilegustu ferð ever í endaðan júlí með 3 vinkonum mínum, við fórum í 3ja daga valkyrjuhestaferð um hálendið, þetta var óendanlega skemmtileg ferð. Mæli með svona hestaferð, ef þið viljið fara með þeim yndælishjónum sem við fórum með kíkið þá á www.kalfholt.is
Eina útilega ársins var farin um verslunarmannahelgina, höfðum tekið á leigu tjaldvagn hjá VR og brunuðum undir Eyjafjöll, fjölskyldan í Stapaseli kom líka svo og Eva og fjölskylda. Fínt að fá leigðan svona vagn, held ég sofi ekki í tjaldi framvegis, nú er það bara tjaldvagn eða fellihýsi sem kemur til greina.
Ég skipti um vinnu á árinu. Það var ekki á áætlun hjá mér en þegar ég var að fara til USA þá var hringt í mig og mér boðin önnur vinna, ég gat ekki neitað þessu því launin voru helmingi hærri en þau sem ég hafði í skólanum. Ég kvaddi skólann minn með söknuði, það var virkilega fínt að vinna þar en því miður getur Kópavogsbær ekki boðið laun í samræmi við það sem gerist úti á hinum almenna vinnumarkaði.
Læt þetta duga í bili...............amma kveður.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)