24. janúar 2008
Út-af
Það er þekkt að vandrataður er hinn gullni meðalvegur. En ég var ekki að rata hann þegar ég varð fyrir því að Volvoinn flaut upp í krapa á þriðjudaginn og fauk út-af og stoppaði á kafi í blautum snjó. Stöðvunarvegalengdin var um 6 metrar og var ég á um 40-60km hraða þannig að það var nokkuð harkalega stoppað. Bíllinn er ekki samur á eftir og hefur verið lagður inní bílskúr til aðhlynningar um óákveðinn tíma. Svo nú hefur verið dustað rykið af Sonötunni og er hún brúkuð á milli í dag.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli