25. september 2009

Psoriasis

Ég var sem fyrri daginn á spjalli við náunga hér á svæðinu, og tek þá efir því að hann er með Psoriasis bletti á olnboganum og segi að það henti vel að vera á sólríkum stað með þennann sjúkdóm. Hann hafði tekið eftir því að þar sem sólin skein á hann þar fékk hann ekki beltti. Svo í framhaldi af því hafði hann brennt blett sem hann var með á upphandleggnum og hafði verið að pirra hann frekar mikið. Þetta þurfti ég að fá að heyra aftur, já já ég brendi hann og ég gerði það með kertaloga og einni flösku af Viskí. Svo var ég náttúrulega með brunasár í staðinn sem ég var frekar aumur í næstu tvær vikurnar, en árangurinn er fullkominn.
Og hann bætti við, seinna samdi ég við vin minn um að brenna blett sem ég er með á olnboganum, en hann var fullur þá og vill ekki gera þetta fyrir mig í dag þótt ég minnist á það af og til, en þetta er erfiður staður að ná til. Svo ef einhver er til í að svíða með kerti eitt stykki skapstyggann fyrrverandi 140 kg lyftingamann sem er búinn að fá sér 1 Líter af Viskí í forrétt???' ef svo er þá kem ég því á ... hafið þið heyrt að það sé hægt að brenna þessa bletti burt?? kveðja afi

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

nei ég hef nú ekki heyrt um það.... en ég held nú að þetta sé ekki rétta aðferðin við þessu!
Jæja pabbi minn erum farin að sakna þín mikið, á ekkert að fara að koma heim?
kv. Eva.

Nafnlaus sagði...

Dæsess og er þetta maðurinn sem þú ferð í útilegur með??? Endilega segðu honum að Bláa lónið á Íslandi taki við meðferðargestum án kertaloga og viský.Og árangurinn er ótrúlega góður!

Kveðja
S

Asgeir sagði...

heyrðu frú S þetta er sparsamur villimaður og kerti og viski er bara ódýrara en Bláa lónið og hann hefði drukkið viskíið hvort sem er...afi