Ég var sem fyrri daginn á spjalli við náunga hér á svæðinu, og tek þá efir því að hann er með Psoriasis bletti á olnboganum og segi að það henti vel að vera á sólríkum stað með þennann sjúkdóm. Hann hafði tekið eftir því að þar sem sólin skein á hann þar fékk hann ekki beltti. Svo í framhaldi af því hafði hann brennt blett sem hann var með á upphandleggnum og hafði verið að pirra hann frekar mikið. Þetta þurfti ég að fá að heyra aftur, já já ég brendi hann og ég gerði það með kertaloga og einni flösku af Viskí. Svo var ég náttúrulega með brunasár í staðinn sem ég var frekar aumur í næstu tvær vikurnar, en árangurinn er fullkominn.
Og hann bætti við, seinna samdi ég við vin minn um að brenna blett sem ég er með á olnboganum, en hann var fullur þá og vill ekki gera þetta fyrir mig í dag þótt ég minnist á það af og til, en þetta er erfiður staður að ná til. Svo ef einhver er til í að svíða með kerti eitt stykki skapstyggann fyrrverandi 140 kg lyftingamann sem er búinn að fá sér 1 Líter af Viskí í forrétt???' ef svo er þá kem ég því á ... hafið þið heyrt að það sé hægt að brenna þessa bletti burt?? kveðja afi
25. september 2009
Nýja Corollan
Fengum okkur nýjan bíl fyrir nokkrum dögum. Ég tók eftir því að það var margmenni við bíl þar sem ég var staddur í innkaupum og spurði hvað væri um að vera?? jú eigandinn af trésmiðmjunni ætlar að selja bílinn. Gott mig vantar bíl og talaði við hann og þetta hlutu að vera góð kaup því allir vildu endilega kaupa akkúrat þennan bíl.
Það kom svo á daginn því að þetta eru nánast vandræði það er verið að spurja í tíma og ótíma hvort við viljum ekki selja og ef við seljum þá verði að hafa samband við viðkomandi. Einn sagðist vera búinn að fara um allt með bróðir sinn í Walvis Bay og Swakopmund og það eru bara ekki svona bílar á lausu. Af hverju færðu þér ekki bara Bens fyir svipað verð, jú þeir eru flottir líka en það eru bara svo dýrir varahlutir í hann svo bilar hann meira. Láttu mig bara vita þegar þú selur jafnvel þótt það sé eftir nokkur ár. Ja....þvílíkt hitt þessi gamla Corolla enda með spoiler og filmum í rúðum algjört "low class hit". Kveðja, afi
21. september 2009
Dag draumar
Þessi náungi vinnur í beinaverksmiðjunni og sagði mér einn daginn að hann vildi endilega komast til Englands. Nú af hverju spurði ég. Nú ég vil endilega versla mér Volvo, já viltu þá ekki bara fara til Svíjóðar en þar eru þeir framleiddir, nú er það sagði vinurinn: Nei ég vil fara til "UK man" mig vantar nefnilega stórann fluttningabíl til að fara í atvinnuakstur, en peningarnir eru þar og aka til Angóla. Af hverju kaupirðu ekki bara Volvoinn hérna í Namibíu, já það er nefnilega vandamálið að það þarf að borga þá hér.
Svo ef einhver á fluttingabíl í UK sem ekki þarf að borga.... þá er ég með viðtakanda sem verður ekki í vandræðum með þetta. Að vísu held ég að kauði sé ekki með bílpróf. Kveðja afi.
Stærsti Stjörnukíkir í heimi
Hér í Walvis Bay er verið að smíða festingar eða undirstöður fyrir stærsta stjörnukíkir í heimi og á að reysa hann í Windhoek. Nú þegar er búið að smíða megið af honum en það sem er hér á myndinni fyrir ofan er bara toppurinn. Kraninn er gerður til að lyfta 70 tonnum og veitir ekki af því.
Smíðin hefur tekið á annað ár og er alls ekki búið að klára. Það sem vekur athygli mína er að það er verið að smíða þetta risaverk úr stáli á þeim stað á jörðinni sem er í efsta stæti yfir mestu ryðmyndun.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)