30. ágúst 2009
Sjófiskabúr
Ein fiskvinnslan hér er með lifandi fiska í búri. Humar og þá helstu fiska sem hægt er að fá á litlu dýpi og sjómennirnir eru duglegir að koma með lifandi skeljar og fl. Þetta vekur mikla athygli. Það komu sérfræðingar frá Swakopmund og fræddu þá sem eiga búrið um að þessir fiskar þyrftu 36kg af fiski á dag. Gott hjá þeim að uppfræða þá sem eru minna lærðir í sjávarlíffræði. En þeir voru samt ekki svo vitlausir að fara eftir ráðleggingunum, og gáfu þeim tvö flök annan hvern dag. Kannski verið einhver kommuvitleysa og átt að vera 360 grömm?? Búrið með öllu kostaði 600 þúsund kall íslenskar og það er endurnýjaður sjórinn 1x viku að hálfu leyti. kveðja afi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er ekkert að gerast á þessu bloggi?
júbb hér eru hlutirnir að gerast bara að fylgjast með og koma með eitthvað meira uppbyggjandi en þetta comment. afi
Skrifa ummæli