24. júlí 2009
Prufuframleiðsla og markaðsverð
Nú er það helst að frétta af vinnunni að við höfum hafið prufuframleiðslu. Þegar starfsmennirnir fóru að handleika hráefnið (beinin) og smáfiskinn (óslægðan 100gr fisk)sem átti að fara til vinnlu þá spurði einn hver borðar svo þetta og svipurinn var ógleymanlegur. Ég sagði að það væri til fólk sem hefði ekki mikið á milli handanna og vildi kaupa þessa vöru. Hafi viðkomandi verið hissa þá varð hann alveg eitt spurningarmerki eftir þetta. Ég veit að hann er með 57 kr á tímann þegar hann hefur vinnu. En það er til fulllt af fólki sem hefur það ekki svo gott, auk þess hefur það engar tryggingar ef það hefur ekki vinnu. Hins vegar var sami aðili enn meira hissa þegar hann sá sama fisk sem hafði verið þurrkaður....ha þetta er hægt að selja í Owamboland. Eftir nokkra daga spurði hann hvað kostaði pakkin sem við vorum að pakka?? Hann var sko kominn með plan. Ef hann bara fengi pakkann á þessu ákveðna verði þá gengi þetta upp. Það er hægt að bæta því við að hann hefði þurrt að tífalda það verð sem hann hafði í huga til að komast á byrgjunarreit með verðið og áhugi minn í samræmi við það.
Nú í dag mætti ég einum sem var á lóðinni okkar að draga á eftir sér gamalt gólfteppi sem hann hafði tekið úr rusladallinum og búið að hnýta saman í böggla. Þetta er góður kunningi og spurði hvað hann ætlaði að gera við þetta?? Ég ætla að up-grada gettóið var svarað....OK sagði ég af hverju sendurðu þetta ekki í Owambo land og græðir pening?? Ég er búinn að kanna það en það er svo dýrt að flytja þetta þangað. Hvað kostar það....jú þeir vilja fá 150 N$ fyrir hvern böggul Sigrún var búin að reikna að það sé 2.400 kr.
Hér er mikill markaður á hreint öllum hlutum og stundum þegar ég er að grínast með hvort ekki sé hægt að selgja hluti þá er þeim fúlasta alvara. Sem dæmi þá vorum við með notaðar smurolíufötur og það komu margir að biðja um fötu, ég spyr hvað viltu borga og það er svarað um hæl 75 kr ísl. Hvað gerið þið við notaða smurolíudollu? Selja í Ovamboland til að bera í vatn. Allt er endurunnið og skrifa ég um það seinna. Það er bara mjög gaman að fá viðbrögð frá þeim sem lesa. kveðja, Asgeir afi Ef þið hafið skoðun góðfúslega deilið með okkur...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Steinar spyr hvort hægt sé að græða eitthvað extra á grænum hlutum.... erum t.d. með grænt sófasett, grænan Volvo, grænar gardínur, grænt ennisband og grænt pennaveski???? Erum við að verða rík eða hvað!!!!
Kv.
Græna parið!!!
er búinn að kanna þetta og það er talsvert góður markaður fyrir grænt ennisband í owamboland
Skrifa ummæli