Í dag fór ég í fótsnyrtingu sem er nú ekki í frásögufærandi. Konan sem á stofuna snyrti á mér þrútnar og þreyttar fætur sem eru búnar að labba um margar göturnar hérna í WB. Fyrst byrjaði hún á að setja mig í fótanuddtæki eins og amma átti í den og er eflaust til í annarri hvorri kompu á Íslandi. Ég sat bara í venjulegum stól úr sófasettinu sem var mjög mjúkur og fínn. Á meðan ég var í fótabaðinu var ég að kíkja í kringum mig og undra mig á því hvar konan ætlaði eiginlega að sitja, á meðan ég var að velta þessu fyrir mér kom hún með pínulítinn koll svona eins og litlir krakkar standa á til að ná upp á klósettið og á þessu sat konan á meðan hún snyrti á mér fæturnar, tók sitt hvora löppina í fangið á sér og byrjaði að skafa og snyrta. Konan var óskaplega notaleg og kunni greinilega sitt fag þó að tól og tæki væru ekki eins og á stofu heima á Íslandi. Ekkert 2007 hérna sko.
Endaði hún þetta trítment á nuddi sem var himneskt og ætla ég sko að panta mér tíma í nudd hjá henni því ég held að hún sé með töfrahendur. Fyrir herlegheitin rukkaði hún svo 150 namibíudollara sem er í kringum 2.400 íslenskar verðlausar krónur. Á mánudaginn ætla ég í litun og plokk til hennar því sólin hefur farið frekar illum höndum um brúnirnar sem eru orðnar músagráar.
Þangað til næst............amma kveður á bleiku skýi.
22. júlí 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
þú verður nú að geyma eitthvað af þessu eftir handa mér... þýðir ekki að vera að gefa einhverri kjellu í afríku allt snyrtið ;O)
kv.
dóttirin sem er alveg að verða jafn klár í snyrti fræði og konan í Afríku ;O)
Heyrrrru Eva mín þetta var bara gert til að geta sagt svo hvað þú ert/verður æðisleg snyrtidama!
Skrifa ummæli