19. júlí 2009

Austanvindur

Hverjum hefði dottið í hug að veðrið gæti verið svo slæmt hérna á þessum slóðum að fólk fer helst ekki út og það vegna sandstorms? Núna hefur austanvindur skollið á enn eina ferðina í 2 skiptið síðan ég kom hingað út. Mikill hiti og mikið rok, því fylgir auðvitað mikill sandur því við erum jú stödd í eyðimörk, hitinn fer upp í 30-35 gráður. Eflaust finnst einhverjum það ekki mikill hiti en trúið mér það er eins og stinga hausnum inn í bakarof með blæstri, hef reyndar ekki prufað það en get alveg ímyndað mér að það sé akkúrat svona eins og veðrið er núna. Undanfarna morgna hefur verið alveg hífandi rok en svo lægir, kvöldin eru best þá er alveg logn og hitinn aðeins í kringum 24°c sem er bara fínt fyrir eskimóa eins og mig.

Skruppum í gær í Swakopmund og var veðrið frekar slæmt framan af, mikið rok og mikill sandur sem skóf yfir veginn eins og sjá má á þessari mynd og var þetta frekar lítið!
Í Swakop var ekki mikið af fólki þegar við komum þangað, vegna veðurs. Bara léttgeggjaðir túristar eins og ég að ráfa á milli búða. Er búin að gera smá könnun á túristafatnaði hérna í WB og svo Swakop hins vegar, mun dýrara í Swakop enda er túristinn þar allsráðandi sem hann er ekki hérna. Úrvalið er líka miklu betra í Swakop og stefni ég á verslunarferð þangað ef ég fer ekki í höfuðborgina áður en ég fer heim. Einnig tókum við rúnt meðfram sjónum og húsin þar eru sko þvílíkt flott að held að ég gæti ekki lýst þessu nógu vel, húsin heima sem auðkýfingar hafa verið að byggja sér eru nú bara hreysi í samanburði við hallirnar þarna.

Ætli strandferð með örverpið verði ekki ofan á í dag, henni langar alltaf svo á stöndina og núna er akkúrat veðrið til þess, ég tek bara með mér sólhlíf og bók þá er ég góð.

Þangað til næst..........amma kveður úr roki, hita og svita.

p.s. Það eru komnar fleiri myndir inn á afríku linkinn.

Engin ummæli: