5. júlí 2009

Á gömlum heimaslóðum

Ákáðum að fara til Lüderitz sl.miðvikudag, við keyrðum í gegnum eyðimörkina og gistum í Maltahöhe. Við áttum góðar stundir á leiðinni, sáum fullt af dýrum, Strúta með unga, Kudukýr með kálfa, apa með unga og síðast en ekki síst sáum við Cheetah – veit ekki hvað það heitir á íslensku. Skyndilega sá ég eitthvað á veginum og Ásgeir hægði á sér, hrikalega var hún flott þar sem hún skokkaði á undan okkur, auðvitað varð uppi fótur og fit í bílnum að ná mynd af dýrinu, myndavélin föst í töskunni og dýrið komið út í kant í grasið þar sem það laggðist niður, en ég fann það og vonandi sést eitthvað í það þegar við setjum myndirnar inn. Guðrún var sérlega ánægð með öll þessi dýr og ekki skemmdi fyrir að hún sá líka fjölskyldu ferðast um á asnakerru. Eyðimörkin er grasi gróin langleiðina niður til Lüderitz, mjög sérkennilegt að sjá hana svona grösuga. Við komum aðeins við í Aus og svei mér þá ef það krummaskuð hefur ekki stækkað – afsakið orðbragðið. Það er búið aðendurbyggja hótelið og ætluðum við bara ekki að þekkja það. Það kviknaði í því fyrir nokkrum árum en það var ekki fyrr en fyrir 3 árum sem það var endurbyggt og nú er það orðið stórglæsileg bygging. Að koma til Luderitz var svolítið sérstakt, sumt hefur breyst og annað ekki. Niður í bæ er komið Waterfront og er það greinilega mikil lyftistöng fyrir bæinn því þangað streyma túristarnir. Við röltum þarna um og hittum gamalkunnan þjón sem hafði verið að vinna á Strand en fór svo að vinna á Zum hótelinu, mikið var ég hissa að hann skildi þekkja okkur eftir öll þessi ár – 12. Við fórum svo með Ásgeiri út að Seaflower frystihúsinu og þar var verkafólkið að fara heim og einn og einn þekkti Ásgeir, það var mjög gaman að sjá hvað fólkið var hissa að sjá hann, hittum Michale og var hann einnig mjög undrandi, við vorum fyrr um daginn búin að fara heim til hans og ætluðum að fá fréttir af Perlu, en hún er hundurinn sem við áttum hérna úti og hann fékk hana þegar við fórum. Það eru mörg ár síðan Perla dó sagði konan hans okkur, ekki svosem hægt að segja neitt við því enda hundurinn örugglega orðin fjörgamall þegar hún fór. Kínverjar hafa haldið innreið sína hingað eins og alls staðar í Namibíu, mér finnst það bara ekki passa að sjá búðir sem eru kínverskar í landi sem þessu, en ætli þeir séu ekki með betri vinum Namibíu ef út í það er farið! Við hittum Hester vinkonu okkar og varð mikill fagnaðarfundur að hitta hana bara sísvona út á götu. Við fórum með henni og manni hennar út að borða á föstudagskvöldinu og þar hittum við fyrir önnur gömulkunn andlit – Lúffí og konuna hans. Úr varð alveg svakalega skemmtilegt kvöld og minnti á gamla tíma í Lüderitz 
Heimleiðina tókum við hinu megin við þá leið sem við fórum samt í gegnum eyðimörkina og var hún mun flottari en hefðbundna eyðimerkuleiðin, kannski seinfarnari en MIKLU fallegri. Lentum í ofsalegu fallegu sólsetri 100 km áður en við komum til WB og mikið var nú gott að koma „heim“ og leggjast í sitt lélega rúm. Gæðin kannski ekki ofarlega hérna en maður lætur sig hafa það.
Hef tekið þá stóru ákvörðun að sjá um þvottinn minn sjálf á meðan ég er hérna, grey konan kann bara ekkert með þvott að fara og ekki er hægt að segja henni til því hún talar enga ensku. Ég er eflaust eitthvað skrítin að vilja sjá um þetta sjálf en þessari ákvörðun verður bara ekki haggað sama hvað aðrir segja um það hvað ég hef það gott að hafa einhvern til að sjá um þvottinn sem er nú ekki það leiðinlegasta í heimilishaldi, hún má skrúbba tojlettið eins og fjandin sé á hælunum á henni en þvottinn minn þvæ ég sjálf!
Setti inn myndir í nýtt myndaalbúm sem er undir Africa, vona að þið eigið góðar stundir við að skoða þessar myndir og endilega kvittið nú fyrir komu ykkar á heimasíðuna.
Þangað til næst.....amma kveður úr hita og svita í Walvis Bay.

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hefði sko alveg viljað vera með ykkur og upplifa þetta allt aftur en kannski á næsta ári ;O) hehehehe
Vonandi áttuði góða stundir í Luderitz.
Hafið það sem allra best
kv.
Eva.

Nafnlaus sagði...

vilhhhellllm elskkkkarrrr ömmu og affa í afríku ;o)
(Vilhelm að gera alveg sjálfur)

Nafnlaus sagði...

Fyndið að maðurinn hafi þekkt ykkur eftir öll þessi ár :) kaupi hér með lottó á hverjum laugadegi með von um fá peninga svo við Eva getum farið á næsta ári..!!! knús til ykkar, p.s hlakka bara til að hitta ykkur í ágúst.

kv. TÁ-in

Nafnlaus sagði...

ok Tinna ætlaru s.s. að splæsa á mig ef þú vinnur? hehehe sama hversu há upphæð það verður? ;O)
E.Á.

Nafnlaus sagði...

Frábær lesning amma litla, haldið áfram að hafa það gott elskurnar ! En þú ert ótrúlega vanþakklát í þvottahúsinu !!!!Ég ætla að hlæja mjög kvikindslega þegar þú verður þreytt á þvottinum hérna heima og óskar þess að vinnukonugreyið væri nú komið í þvottahúsið til þín :-)Kv.Helga

Nafnlaus sagði...

Alltaf jafn gaman að lesa bloggið ykkar. Verið dugleg að skrifa og senda inn myndir. Hafið það gott.
kv. Þórunn

Asgeir sagði...

takk þórunn ég reyni mitt besta afi...