30. maí 2009
Fyrsti starfsmaðurinn
Það er við hæfi að taka mynd af fyrsta starfsmanninum og með fylgir mynd af því húsnæði sem við fengum. Það er mikill munur að hafa húsnæði útaf fyrir sig. Þegar maður er búinn búa sér í rúm 30 ár er erfitt að búa í bakgarði hjá einhverjum og þurfa að hafa það á samviskunni að verkja eigendurnar ef maður kemur heim eftir kl 21.00. En svona lítur húsið út frá götunni. Myndin af starfsmanninum er tekinn fyrir utan skrifstofurnar hjá okkur. Hún þrífur skrifstofurnar utan og innan, hálfan dag í viku og hefur vit á að fara fram á tvöfalt kaup enda er hún verktaki kann á tölvu, með grade 12.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Sæll Ásgeir
GummiB hérna, ég var nú bara að spá hvað þetta grá fyrir ofan eyrað á þér væri? Hvernig gengur þetta annars er birjað að þurka eitthvað. Verður spennadi að fylgjast með vona að þetta gangi allt einsog í sögu.
kv Gummi
gummi ég er að verða ljóshærður aftur. nei við erum ekki byrjaðir að þurrka, hér þarf meiri þolinmæði en áður var.... það eina sem gengur hratt eru þjófarnir sem setja hraðamet með góssið og þeir sem eru að verða og seinir í vínbúðina.
hæhæ pabbi minn... auðvitað fer hún fram á 2 falt kaup, þetta fer nú að fréttast til Afríku að það sé hægt að fara fram á það ;O)
En ég er farin að sakna þín og er frekar svekkt yfir því að koma ekki með mömmu og Guðrúnu í sumar, veit ekki hvað ég á að gera án ykkar allra...
kv. Eva.
Afhverju ertu búinn að eyða út einu kommenti????
kv. Eva.
Skrifa ummæli