1. ágúst 2008

Verðum á Gilsbakka

Yfir verlsunarmannahelgina verðum við í tjaldvagninum á Gilsbakka í Borgarfirði og þar verða einnig nokkrir vinir og vandamenn. Ástæðan fyrir því að við völdum að vera að Gilsbakka er að Sigrún var þarna í sveit og þekkir bóndann Ólaf sem tók vel í að við kæmum en auk þess er ekki spennandi að vera á tjaldsvæðum.
Smá sögustund.............við höfum prófað nokkrum sinnum að gista á tjaldsvæði og dettur manni í helst í hug sögur sem tilheyra fólki sem lendir í því að búa í blokk þar sem er mikið ónæði og ekkert hægt að gera í málinu nema vera leiðinlegur um hánótt. Þó heyrði ég góða sögu af konu sem var á hestamannamótinu á Hellu í sumar, en hún var búinn að biðja tjaldbúa um að stilla gleðinni í hóf og míga ekki meira á tjaldvagninn sinn annars hefðu þeir verra af. Eftir erfiða nótt og lítinn svefn hjá henni dreif hún sig á fætur batt tjaldið aftaní jeppann og ók af stað með bytturnar hangandi aftaní bílnum inni í tjaldinu, tjaldbúar og tuskan (tjaldið) voru hálf drusluleg eftir dráttinn, en ekki var stoppað fyrr en komið var út fyrir svæðið. Það er betra að taka mark á því þegar sumir tala, þeim er alvara og fyrir þá sem ætla að vera á tjaldsvæði í sumar .....takið með ykkur spotta. Afi

Engin ummæli: