Ég hef áður minnst á manninn sem hringdi í undirmann sinn um hádegi á mánudegi og sagðist ekki komast til vinnu vegna harðsperrna sem hann hafi fengið um helgina eftir að hafa verið að leika sér í sporti.
Sami maður mætir ekki í vinnu nema svona 1-2 daga í viku 1-3 tíma í senn sumar jafnt sem vetur. Nú bar svo við að það barst til tals hvort hann tæki sér ekki sumarfrí, og svaraði hann því til að hann hefði ekki tekið sér sumarfrí í 3 ár en hann reyndi að "slíta sig frá þessu" þegar hægt væri.
Gullkornunum hættir ekki að rigna inn, einn daginn hringdi vinurinn um hádegi á föstudegi og sagðist ekki koma vegna þess að hann hefði gert svo mikið þennan morguninn að hann ætlaði að slíta sig frá eftir hádegi.
Öðrum ungum manni man ég eftir sem kom ekki fyrr en eldsnemma seinnipartinn, en hann var forstjórinn í þriggja manna fyrirtæki föður síns og hann sagðist alltaf vera að hugsa um fyrirtækið á kvöldin og nóttunni svo hann treysti sér ekki til að koma fyrr.
Svo er það sagan af deildarstjóranum í ráðurneytinu sem var alltaf með auka jakka á stólnum svo að það liti út fyrir að hann hefði bara brugðið sér frá sem snöggvast.
Einn ungur maður gat ekki mætt í vinnu vegna þess að honum gekk illa að sofna um kvöldið. Hann var búinn að vera í fríi frá hádegi á föstudegi til þriðjudagsmorgun eftir verslunarmannahelgi alls 88 klukkutíma. Það eru engin takmörk fyrir hvað sumir geta talið sjálfum sér trú um þegar kemur að afsökunum fyrir að vinna ekki.
6. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
hvusslass samstarfsmenn eru þetta sem þú átt pabbi minn???
kv. Eva
hef ekki unnið með þessum mönnum.
Skrifa ummæli