11. ágúst 2008

Tína ber

Fórum á sunnudaginn og tíndum ber við Eldborg sem er austan við Meitilinn. Þarna var gaman að koma, en hef reyndar farið þarna áður á mótorhjólinu og vissi því hvar gott var að bera niður. Tíndum bláber og aðalbláber í tvo tíma og voru þetta um tvö kg af bláberjum og 1 kg af krækiberjum. Það eru ber um alla heiði, ekki þarf nema að bregða sér frá vegi til að finna mikið af krækiberjum. Þegar heim var komið var sultað og þetta varð til þess að Guðrún fór út um kvöldið og tíndi rifsber af runnum í hverfinu (ekki prívat eign) og kom með á annað kíló eftir stutta stund og verður það sultað líka. Sultan úr þessum berjum er mörgum sinnum bragðmeiri en útþynnt gamle fabrik sem bragðast eins og sykur, hlaup og litarefni með smá berjabragði, sem bara skemmist ekki. Afi.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

já það hefði verið gaman að koma með ykkur.. kem bara með næst. Takk fyrir suntuna og þú mátt segja mömmu að ég sé ekki ennþá búin að smakka á henni frá því að hún gaf mér hana í gær ;o)
kv.
Þín elsta dóttir.

Nafnlaus sagði...

það á að standa... takk fyrir sultuna en ekki suntuna... hehe