Jú maður tekur fram reiðhjólið og hjólar í vinnuna.
Ég var svo heppin/óheppin í morgun þegar ég var að fara í vinnuna að ég fann bara ekki bíllyklana sama hvað ég leitaði um allt hús. Var orðin of sein og lét vita í vinnuna að ég kæmi aðeins seinna þvi lyklarnir væru týndir. Datt fyrst í hug að labba af stað en það tæki svo langan tíma, datt einnig í hug að taka strætó en þá vissi ég ekkert hvernig strætó gengur hérna í hverfinu og nennti ekki að fara á netið til að finna út úr því, en þá mundi ég allt í einu eftir reiðhjólinu mínu sem hafði ekki verið notað í langan tíma eða bara nánast í allt sumar, skellti á mig reiðhjólahjálminum og skundaði af stað á mínu eðalfína reiðhjóli. Var orðin of sein þannig að ég hjólaði frekar hratt og nota bene þetta er allt upp í móti! Kom í vinnuna eftir 20 mín hraðhjólun og auðvitað löðursveitt og með hárið klesst niður eftir hjálminn og ég sem eyddi 5 mín í að blása hárið, en ég hristi bara hausinn og þá var það komið í fínt lag ( þar að segja hárgreiðslan) hausnum verður ekki breytt úr þessu og ef maður gæti hrist í sig vitið annað slagið þá væri það nú nokkuð gott. Sat svo í 30 mín og svitnaði og svitnaði og hugsaði bara um það eitt að samstarfsfólkið mitt sem ég var að hitta í fyrsta skiptið færi nú ekki að finna svitalyktina af mér. Ef ég hefði vitað í gærkveldi að lyklarnir væru týndir þá hefði ég auðvitað vera búin að undirbúa mig betur, t.d. kíkja á leiðir strætó hérna um hverfið, leita betur af lyklunum og svo fara fyrr af stað til að þurfa ekki að hraðhjóla í vinnuna.
Ef lyklarnir finnast ekki í dag er staðan orðin mjög alvarleg, ekki það að ég get ekki hjólað í vinnuna heldur hitt að þetta eru einu lyklarnir af karinu.
Ætli ég virki ekki heimilisfólkið í kvöld til að leita með mér af lyklunum einhversstaðar hljóta þeir að vera.
Þangað til næst...............amma kveður
18. ágúst 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
neyðin kennir gleymnum konum ýmislegt og þar á meðal að hjóla í vinnuna
Skrifa ummæli