25. maí 2008

Vöðlur

Síðasti veiðitúr í fyrra endaði með því að ákveðið var að kaupa öndunarvöðlur, ég var allur rennblautur úr neonprenvöðlunum af svita og brunninn á lærum.
Þetta rifjaðist upp nú í vor og farið var að skoða þá möguleika sem eru í boði. Það er hægt að kaupa þessar vöðlur og skó ódýrast á ca 22 þúsund. Það sem ég fann á netinu og var sambærilegt, keypti ég á 122 dollara með sendingarkostnaði í USA og fæ ég sent heim með gesti. Það sem kemur á óvart er hvað það er orðið aðgengilegt að skoða vörur og gera samanburð, munar þar ekki minnst um umsagnir viðskiptavina sem hafa keypt þá vöru sem maður er að skoða. Það er alveg klárt að ég á eftir að gera meira af þessu í framtíðinni.
Einnig verslaði ég varahluti í hjólið og það var alveg framúrskarani þægilegt að hafa teikningar af mótornum og öllum skrúfum í hjólinu. Það er ekki svona aðgengilegt hjá umboðinu og þá er maður bundin af afgreiðslutíma sem hentar mér illa þar sem ég vinn ekki í bænum og er oftast kominn í bæinn eftir lokun. Annað hitt það það var allt til. Sami munur á verði var á varahlutum og vöðlunum þ.e innan við helmingsmunur. Ef heldur sem horfir þá mjakast verslun yfir á netið svipað og sérverslun á landsbyggðinni lagðist af að stórum hluta og með þá sem kaupa verður eins og þá, þeir sem ekki geta eða þurfa ekki að spá í hvað hlutirnir kosta.
Síðan sem ég verslaði vöðlurnar á er basspro.com og þar sem ég verslaði varahlutina í hjólið var ktmworld.com

Engin ummæli: