Sumum eru engin takmörk sett. Nú frétti ég af einum sem fór á snjósleða og var á honum heilan dag um helgi. Á mánudegi hringir vinurinn í vinnuna þar sem hann er deildarstjóri og segir undirmanni sínum að hann geti ekki mætt vegna HARÐSPERNA. Undirmaðurinn var bara feginn og vonaði að hann færi bara oftar á snjósleða. Nú er ekki verið að tala um neina krakka deildarstjórinn er kominn yfir fimmtugt og hefur háskóla próf úr Ameríku. Þetta er ekki einsdæmi ég heyrði af einni sem gat ekki unnið vegna þess að golfvertíðin væri að fara að byrja. Já.....til hvers að fara að byrja á því að vinna þegar það er farið að nálgast vertíð??
Þetta minnir mann á margsagða settningu í Afríku "no work no pay" það þurfti að orða þetta skírt með miklum áherslum, en þeir skildu flestir, ......ef ekki þá föttuðu þeir þetta mjög vel þegar þeir höfðu ekki unnið og áttu ekki fyrir mat. Sumir komast upp með letina og aðrir ekki. Passið ykkur á harðsperrunum það er ekki víst að allir vinnuveitendur hafi umburðalyndi fyrir svona afsökunum.
27. maí 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli