Sumum eru engin takmörk sett. Nú frétti ég af einum sem fór á snjósleða og var á honum heilan dag um helgi. Á mánudegi hringir vinurinn í vinnuna þar sem hann er deildarstjóri og segir undirmanni sínum að hann geti ekki mætt vegna HARÐSPERNA. Undirmaðurinn var bara feginn og vonaði að hann færi bara oftar á snjósleða. Nú er ekki verið að tala um neina krakka deildarstjórinn er kominn yfir fimmtugt og hefur háskóla próf úr Ameríku. Þetta er ekki einsdæmi ég heyrði af einni sem gat ekki unnið vegna þess að golfvertíðin væri að fara að byrja. Já.....til hvers að fara að byrja á því að vinna þegar það er farið að nálgast vertíð??
Þetta minnir mann á margsagða settningu í Afríku "no work no pay" það þurfti að orða þetta skírt með miklum áherslum, en þeir skildu flestir, ......ef ekki þá föttuðu þeir þetta mjög vel þegar þeir höfðu ekki unnið og áttu ekki fyrir mat. Sumir komast upp með letina og aðrir ekki. Passið ykkur á harðsperrunum það er ekki víst að allir vinnuveitendur hafi umburðalyndi fyrir svona afsökunum.
27. maí 2008
25. maí 2008
Vöðlur
Síðasti veiðitúr í fyrra endaði með því að ákveðið var að kaupa öndunarvöðlur, ég var allur rennblautur úr neonprenvöðlunum af svita og brunninn á lærum.
Þetta rifjaðist upp nú í vor og farið var að skoða þá möguleika sem eru í boði. Það er hægt að kaupa þessar vöðlur og skó ódýrast á ca 22 þúsund. Það sem ég fann á netinu og var sambærilegt, keypti ég á 122 dollara með sendingarkostnaði í USA og fæ ég sent heim með gesti. Það sem kemur á óvart er hvað það er orðið aðgengilegt að skoða vörur og gera samanburð, munar þar ekki minnst um umsagnir viðskiptavina sem hafa keypt þá vöru sem maður er að skoða. Það er alveg klárt að ég á eftir að gera meira af þessu í framtíðinni.
Einnig verslaði ég varahluti í hjólið og það var alveg framúrskarani þægilegt að hafa teikningar af mótornum og öllum skrúfum í hjólinu. Það er ekki svona aðgengilegt hjá umboðinu og þá er maður bundin af afgreiðslutíma sem hentar mér illa þar sem ég vinn ekki í bænum og er oftast kominn í bæinn eftir lokun. Annað hitt það það var allt til. Sami munur á verði var á varahlutum og vöðlunum þ.e innan við helmingsmunur. Ef heldur sem horfir þá mjakast verslun yfir á netið svipað og sérverslun á landsbyggðinni lagðist af að stórum hluta og með þá sem kaupa verður eins og þá, þeir sem ekki geta eða þurfa ekki að spá í hvað hlutirnir kosta.
Síðan sem ég verslaði vöðlurnar á er basspro.com og þar sem ég verslaði varahlutina í hjólið var ktmworld.com
Þetta rifjaðist upp nú í vor og farið var að skoða þá möguleika sem eru í boði. Það er hægt að kaupa þessar vöðlur og skó ódýrast á ca 22 þúsund. Það sem ég fann á netinu og var sambærilegt, keypti ég á 122 dollara með sendingarkostnaði í USA og fæ ég sent heim með gesti. Það sem kemur á óvart er hvað það er orðið aðgengilegt að skoða vörur og gera samanburð, munar þar ekki minnst um umsagnir viðskiptavina sem hafa keypt þá vöru sem maður er að skoða. Það er alveg klárt að ég á eftir að gera meira af þessu í framtíðinni.
Einnig verslaði ég varahluti í hjólið og það var alveg framúrskarani þægilegt að hafa teikningar af mótornum og öllum skrúfum í hjólinu. Það er ekki svona aðgengilegt hjá umboðinu og þá er maður bundin af afgreiðslutíma sem hentar mér illa þar sem ég vinn ekki í bænum og er oftast kominn í bæinn eftir lokun. Annað hitt það það var allt til. Sami munur á verði var á varahlutum og vöðlunum þ.e innan við helmingsmunur. Ef heldur sem horfir þá mjakast verslun yfir á netið svipað og sérverslun á landsbyggðinni lagðist af að stórum hluta og með þá sem kaupa verður eins og þá, þeir sem ekki geta eða þurfa ekki að spá í hvað hlutirnir kosta.
Síðan sem ég verslaði vöðlurnar á er basspro.com og þar sem ég verslaði varahlutina í hjólið var ktmworld.com
12. maí 2008
Kaup dagsins
Keyptum okkur tjaldvagn í dag eftir langa yfirlegu, misstum alltaf af góðu eintökunum sem voru til sölu, svo þegar við sáum einn auglýstan í gær þá drifum við bara í því að kaupa hann.
Set inn eina mynd sem ég fann á netinu og er mjög líkur þeim sem við keyptum, gæti verið annar litur á gardínunum hjá okkur.
Þangað til næst..............amma kveður.
Set inn eina mynd sem ég fann á netinu og er mjög líkur þeim sem við keyptum, gæti verið annar litur á gardínunum hjá okkur.
Þangað til næst..............amma kveður.
4. maí 2008
Dansdrottning
Glæsilegur árangur var hjá örverpinu í dag þegar hún tók þátt í Íslandsmóti í dansi sem fram fór í Laugardalshöll núna um helgina. Hún og Magnús dansherra hennar lentu í 3 sæti sem er aldeilis frábært hjá þeim. Þau eru búin að vera að dansa af og til síðan um áramótin svo þetta er glæsilegur árangur hjá þeim.
Hérna má sjá nokkrar myndir af mótinu.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)