Með hækkandi sól tekur maður út mótorhjólið og haldið var til nærliggjandi hæða umhverfis Kópavog og Reykjavík. Í dag fór ég til Danna Maggabróðir í bústaðinn og fór umhverfis hæðir og slóða á leiðinni og hafði gaman af. Mikið var af útivistafólki með hunda og í gönguferðum í góða veðrinu ásamt hestamönnum að lutla á hægu ferðinni. Eins og venjulega þá hægir maður á eða stoppar til að gæludýrið taki ekki einhverja kippi sem knapinn ræður ekki við. Á heimleiðinni þá datt mér í hug að fara að Guðmundarlundi og skoða snjóalögin þar og kanski að stoppa og slappa af. Þegar ég kem yfir hæðina fyrir ofan hesthúsin þá sé ég hesta með fólk á bakinu og einn þeirra var alveg stopp og með hausinn niður og þvermóðskulegur. Knapinn var ungur og þegar nær dregur þá sé ég að einn úr hópnum veifar og er greinilega með einhvern derring í minn garð svona heldur hann áfram sitjandi klofvega á gæludýrinu sínu, ég stopp og virði þetta fyrir mér. Svo tek ég ofan hjálminn og þá fullurðir þessi gæludýraeigandi að ég sé að keyra þar sem ekki má og það sé skilti sem segi það. Ég bendi honum á að þetta sé ekki rétt hafi komið þarna oft áður, hann heldur enn áfram og hótar lögreglu sem ég sagði að væri gott að fá, auk þess bendi ég honum á að það sé sumarhúsabyggð sem þessi vegur sem ég var á liggur til og útivistasvæði Kópavogs. Þá kemur sú skýring að það megi bara bílar keyra en ekki mótorhjól og það sé skilti sem segi það. Gæludýraeigandinn var nú farinn að færast í aukana og ríður gæludýrinu sínu í átt til mín og inná akveginn til að hefta för mína, ég var reyndar stopp.
Fullur vorkunsemi í hans garð og reyndar pínu reyður setti ég upp hjálminn og ók burtu. Hestamenn eru reyndar í mikilli kreppu, haldandi gæludýr með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Eigandi stóra bíla til að fela kostnað af heykaupum og fl. en fá mikinn félagskap af öðrum hestamönnum og hirðingunni.
Svo kemur að því að nota grægjurnar og þá fyrst fer kárna gamanið hjá sumum sem eiga ekki hest við hæfi, eða hafa ekki haft kjark til að leggja að velli þessar fælutruntur sem mega ekki sjá spóa fljúga upp, auk eru þessir hestar einhvers virði. Betra fyrir þá að þurrka bara út alla Spóa eða mótorhjól eða þresti eða fólk með hunda. Rífa kjaft við annað útivistafólk..... Eins gott að þessir menn eru ekki vopnaðir.
svo mælir afi sæll og glaður eftir að hafa verið í útreiðatúr á truntu sem gerir það sem henni er lagt fyrir.
21. mars 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
já þetta eru djös frekjur þetta fólk... heldur að það eigi heiminn. En þau eru ekki eina fólkið sem eru frekjur heldur eru meira og minna flest allt fólk á Íslandi frekt... eða það finnst mér allavegana, alltaf að verða frekari og frekari...
c ja
Eva.
Skrifa ummæli