28. mars 2008

Fara í boð til mömmu

Var í kaffi hjá félaga mínum um daginn og þá minntist hann á að vinnufélagi hans hafi farið í meðferð og sagt sér að hann hefði nú drukkið eina vodka á dag alla daga vikunar. Ekki nóg með það heldur hefði hann gert þetta í sjö ár.
Ekki var þessi félagi minn neitt hissa á þessari játningu, hann hafði fundið af honum megnustu vínlykt þegar sá frelsaði mætti vinnuna svona kl tvö á daginn þá daga sem hann mætti sem var kanski eins og einn til tveir dagar í viku. Þessum félaga mínum fannst reynar að öll fjölskylda vinnufélagans hefði átt að fara í meðferð og fá fjölskyldu-afslátt hjá SÁÁ. Þannig háttar nefnilega til hjá vinnufélaga hans að hans systkyni fara alla daga í kokteil til mömmu kl. hálf sex og þá er ekki boðið neitt léttvínssull heldur vodki í vatn því menn verða svo þunnir af kókinu. Það er álit þessa félaga míns að þessi fjölskylda hafi ekki borðað kvöldmat edrú síðastliðinn áratug eða svo. Svo áfram með fjölskyldutengslin og ekkert kók bara blanda í vatni, segir mamma. Svo hefur maður áhyggjur af því að drekka einn og einn station (stei-síjon) bauk aðra hverja helgi.
Við þetta er svo að bæta að fjölskyldan á gamalgróið fjölskyldu-fyrirtæki sem öll fjölskyldan vinnur hjá, er þetta ekki hugljúft og sætt?
kveðja,
afi

Engin ummæli: