29. mars 2008
Smá viðleitni
Nú er gamli farinn að hreyfa sig og hefði kannski mátt segja að það hefði mátt koma 20 árum fyrr, en betra seint en aldrei. Það sem kemur mér mest á óvart er, hvað þessar nýju græjur eru góðar miðað við það sem áður var. Aðstaða við æfingar er það góð að maður hlakkar til að fara aftur og aukast líkur á að maður fari aftur þegar þannig er. Markmiðið er að maður verði í góðu formi þegar frost er farið úr jörðu þannig að maður geti keyrt lengri túra snemma í sumar og komast einn túr inná hálendið.
28. mars 2008
Fara í boð til mömmu
Var í kaffi hjá félaga mínum um daginn og þá minntist hann á að vinnufélagi hans hafi farið í meðferð og sagt sér að hann hefði nú drukkið eina vodka á dag alla daga vikunar. Ekki nóg með það heldur hefði hann gert þetta í sjö ár.
Ekki var þessi félagi minn neitt hissa á þessari játningu, hann hafði fundið af honum megnustu vínlykt þegar sá frelsaði mætti vinnuna svona kl tvö á daginn þá daga sem hann mætti sem var kanski eins og einn til tveir dagar í viku. Þessum félaga mínum fannst reynar að öll fjölskylda vinnufélagans hefði átt að fara í meðferð og fá fjölskyldu-afslátt hjá SÁÁ. Þannig háttar nefnilega til hjá vinnufélaga hans að hans systkyni fara alla daga í kokteil til mömmu kl. hálf sex og þá er ekki boðið neitt léttvínssull heldur vodki í vatn því menn verða svo þunnir af kókinu. Það er álit þessa félaga míns að þessi fjölskylda hafi ekki borðað kvöldmat edrú síðastliðinn áratug eða svo. Svo áfram með fjölskyldutengslin og ekkert kók bara blanda í vatni, segir mamma. Svo hefur maður áhyggjur af því að drekka einn og einn station (stei-síjon) bauk aðra hverja helgi.
Við þetta er svo að bæta að fjölskyldan á gamalgróið fjölskyldu-fyrirtæki sem öll fjölskyldan vinnur hjá, er þetta ekki hugljúft og sætt?
kveðja,
afi
Ekki var þessi félagi minn neitt hissa á þessari játningu, hann hafði fundið af honum megnustu vínlykt þegar sá frelsaði mætti vinnuna svona kl tvö á daginn þá daga sem hann mætti sem var kanski eins og einn til tveir dagar í viku. Þessum félaga mínum fannst reynar að öll fjölskylda vinnufélagans hefði átt að fara í meðferð og fá fjölskyldu-afslátt hjá SÁÁ. Þannig háttar nefnilega til hjá vinnufélaga hans að hans systkyni fara alla daga í kokteil til mömmu kl. hálf sex og þá er ekki boðið neitt léttvínssull heldur vodki í vatn því menn verða svo þunnir af kókinu. Það er álit þessa félaga míns að þessi fjölskylda hafi ekki borðað kvöldmat edrú síðastliðinn áratug eða svo. Svo áfram með fjölskyldutengslin og ekkert kók bara blanda í vatni, segir mamma. Svo hefur maður áhyggjur af því að drekka einn og einn station (stei-síjon) bauk aðra hverja helgi.
Við þetta er svo að bæta að fjölskyldan á gamalgróið fjölskyldu-fyrirtæki sem öll fjölskyldan vinnur hjá, er þetta ekki hugljúft og sætt?
kveðja,
afi
21. mars 2008
Vorið er komið
Með hækkandi sól tekur maður út mótorhjólið og haldið var til nærliggjandi hæða umhverfis Kópavog og Reykjavík. Í dag fór ég til Danna Maggabróðir í bústaðinn og fór umhverfis hæðir og slóða á leiðinni og hafði gaman af. Mikið var af útivistafólki með hunda og í gönguferðum í góða veðrinu ásamt hestamönnum að lutla á hægu ferðinni. Eins og venjulega þá hægir maður á eða stoppar til að gæludýrið taki ekki einhverja kippi sem knapinn ræður ekki við. Á heimleiðinni þá datt mér í hug að fara að Guðmundarlundi og skoða snjóalögin þar og kanski að stoppa og slappa af. Þegar ég kem yfir hæðina fyrir ofan hesthúsin þá sé ég hesta með fólk á bakinu og einn þeirra var alveg stopp og með hausinn niður og þvermóðskulegur. Knapinn var ungur og þegar nær dregur þá sé ég að einn úr hópnum veifar og er greinilega með einhvern derring í minn garð svona heldur hann áfram sitjandi klofvega á gæludýrinu sínu, ég stopp og virði þetta fyrir mér. Svo tek ég ofan hjálminn og þá fullurðir þessi gæludýraeigandi að ég sé að keyra þar sem ekki má og það sé skilti sem segi það. Ég bendi honum á að þetta sé ekki rétt hafi komið þarna oft áður, hann heldur enn áfram og hótar lögreglu sem ég sagði að væri gott að fá, auk þess bendi ég honum á að það sé sumarhúsabyggð sem þessi vegur sem ég var á liggur til og útivistasvæði Kópavogs. Þá kemur sú skýring að það megi bara bílar keyra en ekki mótorhjól og það sé skilti sem segi það. Gæludýraeigandinn var nú farinn að færast í aukana og ríður gæludýrinu sínu í átt til mín og inná akveginn til að hefta för mína, ég var reyndar stopp.
Fullur vorkunsemi í hans garð og reyndar pínu reyður setti ég upp hjálminn og ók burtu. Hestamenn eru reyndar í mikilli kreppu, haldandi gæludýr með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Eigandi stóra bíla til að fela kostnað af heykaupum og fl. en fá mikinn félagskap af öðrum hestamönnum og hirðingunni.
Svo kemur að því að nota grægjurnar og þá fyrst fer kárna gamanið hjá sumum sem eiga ekki hest við hæfi, eða hafa ekki haft kjark til að leggja að velli þessar fælutruntur sem mega ekki sjá spóa fljúga upp, auk eru þessir hestar einhvers virði. Betra fyrir þá að þurrka bara út alla Spóa eða mótorhjól eða þresti eða fólk með hunda. Rífa kjaft við annað útivistafólk..... Eins gott að þessir menn eru ekki vopnaðir.
svo mælir afi sæll og glaður eftir að hafa verið í útreiðatúr á truntu sem gerir það sem henni er lagt fyrir.
Fullur vorkunsemi í hans garð og reyndar pínu reyður setti ég upp hjálminn og ók burtu. Hestamenn eru reyndar í mikilli kreppu, haldandi gæludýr með mikilli fyrirhöfn og kostnaði. Eigandi stóra bíla til að fela kostnað af heykaupum og fl. en fá mikinn félagskap af öðrum hestamönnum og hirðingunni.
Svo kemur að því að nota grægjurnar og þá fyrst fer kárna gamanið hjá sumum sem eiga ekki hest við hæfi, eða hafa ekki haft kjark til að leggja að velli þessar fælutruntur sem mega ekki sjá spóa fljúga upp, auk eru þessir hestar einhvers virði. Betra fyrir þá að þurrka bara út alla Spóa eða mótorhjól eða þresti eða fólk með hunda. Rífa kjaft við annað útivistafólk..... Eins gott að þessir menn eru ekki vopnaðir.
svo mælir afi sæll og glaður eftir að hafa verið í útreiðatúr á truntu sem gerir það sem henni er lagt fyrir.
20. mars 2008
Danstími
Nú stendur yfir danstími í Funa, unginn er að kenna hænunni Chachacha, Skottís 1 og Skottís 2, Vals og svo verður dans ársins tekin á eftir, var að heyra að Partýpolki eigi líka að æfa á stofugólfinu. Ekkert annað að gera þetta kvöld en dansa samkvæmisdansa, ekki er sjónvarpdagskráin upp á marga fiska eins og endra nær. Dóttirin er að æfa dans og hefur mjög gaman af þessu, hún hló sig nú alveg máttlausa áðan þegar hún dró pabba sinn út á gólfið, henni fannst hann líkjast spýtukarli!
Jæja best að drífa sig í enskan Vals eða kannski bara Zumba!!!!!
Þangað til næst.............amma kveður.
Jæja best að drífa sig í enskan Vals eða kannski bara Zumba!!!!!
Þangað til næst.............amma kveður.
14. mars 2008
13. mars 2008
Skrímsli
Risastór gámur er búinn að vera staðsettur á bílaplaninu hjá okkur síðan á mánudagsmorgun, ég er ekki að tala um eitthvern kettling hérna - heldur skrímsli! Hann þekur 5 stæði af 10 svo þið getið rétt ímyndað ykkur hvurslags skrímsli þetta er. Það var sem sagt verið að flytja í eina íbúðina og hitti ég á konuna sl mánudag þegar ég var að fara í vinnuna og var hún þá að ath með einhverja bíla sem var búið að leggja upp á gangstétt því hún ætti von á gámi og ætlaði að leggja honum þar. Ok ég sá fyrir mér einn lítinn nettan en vóóóóó. Hún hefur greinilega ekki vitað hvað hún var að tala um stóran gám og þurft því að leggja allt bílaplanið undir skrímslið. Allt í lagi að vera þarna einn dag en hann er ennþá þarna, spurning um að fara til kellu og bjóðast til að hjálpa henni að tæma skrímslið svo þetta ferlíki fari nú að fara af planinu.
Svo eru pólskir snillingar sem leigja bílskúr hérna og eru í bílabraski, þeir byrjuðu nú með stæl, lögðu einni druslunni í stæði hjá okkur og í einu óveðrinu í desember fauk upp húddið á bílnum þeirra og ég var nú svo kræf að ég hringdi í eiganda bílskúrsins og bað hann um að láta þá vita. Hann var voða hissa á því að þeir væru að nota bílastæðin okkar, þeir leigðu bílskúrinn því þeir ætluðu að vera með bón og þrif á bílum, já sure right! Þeir hefðu ekki verið borgunarmenn ef húddið hefði fokið á einhvern bil þarna. Nú áfram með smérið......svo í gærkveldi þegar ég var að fara að sofa þá er voðalega mikill umgangur og læti úti á plani og ég kíki út þá eru pólsku karlarnir búnir að hóa saman öllum Pólverjum sem búsettir eru í Kópavogi til að skoða druslu sem þeir höfðu verið að kaupa, og ég er að tala um að þessir menn eru ekki að tala á lágu nótunum, pólskan hljómar eins og rifrildi. Af því að þeir eru að kaupa upp drusluflota landsmanna þá verða þeir auðvitað að geyma þá einhversstaðar og hentar bílastæðin okkar einstaklega vel undir þá. Og í gærkveldi lentu þeir í smá vandræðum því eigendurnir voru svo heppnir að geta lagt bílunum sínum við húsið sitt, en nei nei hvar haldið þið að þeir lögðu þá bílnum? Jú við hliðina á gámnum út á götu. Tær snilld.
Staðan á planinu er sem sagt þessi, risa gámur á ská og við hliðina á honum er búið að leggja jeppa. Eins og þið sjáið þá er jeppinn þarna við hliðina, það verður spennandi að koma heim úr vinnunni í dag og sjá hvort jeppinn og ferlíkið sé farið.
Þangað til næst...........amma kveður.
Svo eru pólskir snillingar sem leigja bílskúr hérna og eru í bílabraski, þeir byrjuðu nú með stæl, lögðu einni druslunni í stæði hjá okkur og í einu óveðrinu í desember fauk upp húddið á bílnum þeirra og ég var nú svo kræf að ég hringdi í eiganda bílskúrsins og bað hann um að láta þá vita. Hann var voða hissa á því að þeir væru að nota bílastæðin okkar, þeir leigðu bílskúrinn því þeir ætluðu að vera með bón og þrif á bílum, já sure right! Þeir hefðu ekki verið borgunarmenn ef húddið hefði fokið á einhvern bil þarna. Nú áfram með smérið......svo í gærkveldi þegar ég var að fara að sofa þá er voðalega mikill umgangur og læti úti á plani og ég kíki út þá eru pólsku karlarnir búnir að hóa saman öllum Pólverjum sem búsettir eru í Kópavogi til að skoða druslu sem þeir höfðu verið að kaupa, og ég er að tala um að þessir menn eru ekki að tala á lágu nótunum, pólskan hljómar eins og rifrildi. Af því að þeir eru að kaupa upp drusluflota landsmanna þá verða þeir auðvitað að geyma þá einhversstaðar og hentar bílastæðin okkar einstaklega vel undir þá. Og í gærkveldi lentu þeir í smá vandræðum því eigendurnir voru svo heppnir að geta lagt bílunum sínum við húsið sitt, en nei nei hvar haldið þið að þeir lögðu þá bílnum? Jú við hliðina á gámnum út á götu. Tær snilld.
Staðan á planinu er sem sagt þessi, risa gámur á ská og við hliðina á honum er búið að leggja jeppa. Eins og þið sjáið þá er jeppinn þarna við hliðina, það verður spennandi að koma heim úr vinnunni í dag og sjá hvort jeppinn og ferlíkið sé farið.
Þangað til næst...........amma kveður.
4. mars 2008
Furðulegur köttu
Á heimilinu er köttur, dóttir mín fékk hann þegar hún var 8 ára og var ofsalega glöð yfir því að LOKSINS ætti hún gæludýr! Það var sem sagt aðalmálið að eignast gæludýr, pabbi hennar var búinn að bjóða henni gullfiska en henni fannst það ekki vera gæludýr. Nú þessi köttur hefur verið hérna á heimilinu sumum til gleði en öðrum til ama. Þetta er svona inni köttur sem fær bara að fara út á svalir þegar það er gott veður, hún leikur listir sínar á handriðinu við litla hrifningu eigandans, fyrst þegar kötturinn fór í þessa loftfimleika sína þá hélt ég að dóttirin mundi missa málið, henni brá svo rosalega að hún kom ekki upp orði, núna erum við orðnar aðeins vanari þessum fimleikum. Fyrir þá sem ekki vita þá búum við upp á 4 hæð í blokk, þannig að þetta væri töluvert fall fyrir köttinn ef hann færi fram af.
Nú þessi köttur hefur verið alinn upp á kókópuffsi eins og pabbi eigandans kallar þurrfóðrið hennar, hún vill ekki harðfisk né soðin fisk, bara rækjur og humar. Henni finnst þeyttur rjómi ekki góður, hins vegar er hún ÓÐ í ólívur, aspas og bjór. Já ég sagði BJÓR, hef reyndar bara prufað að hella smá í lófann á mér og hún lepur það upp með græðgi, þori ekki að gefa henni mikið vil ekki hafa fullan kött í íbúðinni hann er nú nógu klikkaður fyrir.
Á kvöldin er það hans mesta skemmtun að bíða eftir eigandanum sínum á meðan hún er að bursta tennurnar, þá fer hann í einn stólinn í stofunni og hoppar svo í átt að henni þegar hún kemur fram, auðvitað skrækir barnið því henni bregður svo, sama þó kötturinn geri þetta kvöld eftir kvöld.
Þegar einn tiltekin gestur kemur í heimsókn til okkar þá fær kötturinn alltaf kast, snuðrar í fötunum hennar, nagar hárið á henni með mikilli áfergju og kemst í þvílíkan ham að annað eins hefur ekki sést, og ef gesturinn kemur með tösku eða bakpoka þá ræðst hún líka á það. Þetta undarlega hátterni kattarins er bara hægt að rekja til þess að þessi aðili kemur frá heimili þar sem móðir kattarins býr.
Þangað til næst........amma kveður.
1. mars 2008
í heimsókn
Vilhelm Leví er í pössun hjá ömmu sinni og afa, og Guðrúnu stóru frænku. Hann er búinn að vera alveg rosalega góður í dag, greinilegt að hann er búinn að ná sér eftir veikindin. Dundaði sér heil lengi í búðaleik, varð hins vegar frekar afundinn þegar amma smellti af honum mynd í hita leiksins. Núna er hann steinsofandi í ömmu herbergi með lamba - vona að hann sofi vel í alla nótt.
Takt texta bull
Í svefnrofunum kom texti í upp í hugann með takt fastri laglínu sem hljómaði í hausnum á mér sterkt aftur og aftur, þetta er náttúrulega óttalegt bull eins og megnið af því sem í gangi er og allt í lagi með bullið það er saklaust eitt sér. Auðvitað er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég vakna með þessum hætti en í þetta skiptið skrifaði ég hjá mér bullið og laglínan hljómar eitthvað fram eftir degi í hausnum á mér, ekkert merkilegt við það, en ef þú nennir lestu bullið og gefðu álit og eða bættu við.
Sambúð undir súð
saman sveitt og kúl
Bankað að dyrum var
enginn frammi var
Sexið ávöxt bar
barnið komið var
Unnið fram á nótt
saman brauðið sótt
Svo var það einn daginn að gæinn fékk nóg og fór...
Saman undir súð
sat ég ein og fúl
Barnið fagurt er
hvað skal gera hér
Fá mér annan mann
hvar skal finna hann
Prufa nokkra fyrst
hvort ég hafi list
Sambúð undir súð
saman sveitt og fúl
Sakna fyrsta manns
best að finna hann
Sambúð undir súð
sátt og kúl
.....það væri nú gamann að fá nokkrar línur í sama dúr, þú takt texta ædúl. Eins væri gamann að vita hvort eitthvað lag kemur upp í hugann þegar þetta er lesið með sterkum áherslum og hvert erindi lesið tvisvar. ....afar kúl afa kveðja.
Sambúð undir súð
saman sveitt og kúl
Bankað að dyrum var
enginn frammi var
Sexið ávöxt bar
barnið komið var
Unnið fram á nótt
saman brauðið sótt
Svo var það einn daginn að gæinn fékk nóg og fór...
Saman undir súð
sat ég ein og fúl
Barnið fagurt er
hvað skal gera hér
Fá mér annan mann
hvar skal finna hann
Prufa nokkra fyrst
hvort ég hafi list
Sambúð undir súð
saman sveitt og fúl
Sakna fyrsta manns
best að finna hann
Sambúð undir súð
sátt og kúl
.....það væri nú gamann að fá nokkrar línur í sama dúr, þú takt texta ædúl. Eins væri gamann að vita hvort eitthvað lag kemur upp í hugann þegar þetta er lesið með sterkum áherslum og hvert erindi lesið tvisvar. ....afar kúl afa kveðja.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)