17. febrúar 2008

Mennigarviðburður

Þá er að gera skil á tónleikunum Skagfirsku söngsveitarinnar, Óperukórsins meðlima úr sinfoníunni ásamt einsöngvurum í gær. Þeir voru hreint út sagt stórfenglegir og vel heppnaðir í alla staði. Og er það vel þar sem mikið var í lagt, æfinarstundir sem eru sennilega yfir 3.000 tímar ef taldir eru allir tímar hjá þeim er að komu og yfir 100 manns af tónalistafólki með mikla reynslu og hæfileika sem lagði allt sitt í að frumflytja Sólveigu frá Miklabæ og endurflytja Jörð. Björgvini vil ég óska til hamingju með Sólveigu nú vill maður bara meira. Mæting var rúmlega 800 manns og vona ég að þeir hafi átt jafn góða stund og við sem vorum að flytja verkin. Það er mín skoðun að þessa dags eigi eftir að vera minnst um langann tíma og vona ég að upptökur hafi tekist vel svo við er þarna vorum getum hlustað á þetta aftur og aftur.
Fjölmiðlar hafa ekki áhuga á svona starfsemi og var tildæmis margsagt í sjónvarpinu þegar ég kom heim af tónleikum að Eiríkur Hauksson hefði komið alla leið frá Noregi til að mæta í kjaftaþátt um Evrovision. Sennilega er þetta það sem fólk vill eyða tímanum í að horfa á og ekki við fjölmiðla að sakast. Svo eru allir fyrir keppni og væri Evrovision ekki merkileg ef ekki væru talin stigin, sennilega löngu hætt og mætti segja það sama um fótbolta og fl. Ég er ekki neitt á móti Evróvision eða fótbolta og flokka ekki í há eða lágmenningu, er bara að varpa ljósi á hvað fólk vill sjá og heyra og hvað ekki. Svo mælir afi sæll og glaður eftir vel heppnaða tónleika.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæhæ
gaman að lesa bloggið ykkar.
Kveðja
Sigga systir