Nú höfum við látið verða af því að setja íbúðina í sölu og vorum við hjónin um helgina að taka til og þrífa. Búið er að taka myndir og væntanlega kemur hún á netið á morgun. Ásett verð er 54,6 og ætlum við að hafa hana til sölumeðferðar í ca 1 mánuð og ef ekki gengur endurtökum við leikinn í vor. Hugmyndin er svo að finna sér minni íbúð í hverfinu ca 110-120fm með 2-3 herbergjum og bílskúr eða stæði í skýli. Ég á ég ekki von á að það verði vandamál eins og markaðurinn er núna.
Pétur Sigruðsson fasteignasali í Flórida var í Perlunni með kynningu núna um helgina og notaði ég tækifærið og heilsaði upp á hann. Það var helst á honum að skilja að það væri offramboð af eignum þar núna og sagði hann að í boði væru 29.000 eignir til sölu á hans svæði, en æskilegt framboð væri um 7-9.000 eignir. Til að fyrirbyggja allan misskilning þá erum við ekki að fara að kaupa í Florida núna. ....Afi
ps Vilhelm kom í heimsókn og fékk sér bollur.
3. febrúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Hahaha góður afi!
Takk fyrir okkur á sunnudaginn, alltaf góðar bollurnar hjá henni múttu minni og takk fyrir okkur í gær, eeeelska litlu tengdasonarbollurnar sem múttan mín býr til...
Sjáumst sem fyrst.
Kv. Eva
Og hvar á madur tá ad fá ad sofa tegarmadur kemur á klakann???????
þu sefur bara þegar þu kemur heim aftur
Skrifa ummæli