15. janúar 2008

Tíska

Fór í búðir í dag til að ath hvort ég sæi nú eitthvað flott á útsölunum sem eru í hverri búð þessa dagana. Við erum nefnilega að fara á árshátíð hjá minni vinnu um helgina og það er ekkert til í fatakápnum á frúna. Þegar ég fer í búðir til að skoða þá sé ég alltaf eitthvað sem mig langar í, læt það yfirleitt aldrei eftir mér að versla neitt nema ég nauðsynlega þurfi á því að halda. Sá t.d. fullt af flottum fötum fyrir jólin sem ég gat alveg hugsað mér að eiga, hugsaði samt með mér að ég færi nú bara á útsölurnar í janúar þegar þær byrja. En hvernig stendur á því að þá sé ég aldrei neitt sem mig langar í? Er búin að fara í allar helstu kvenfataverslanir á höfuðborgarsvæðinu en það eina sem ég hef upp úr þessu er svekkelsi og kannski eitt par af nælonsokkum!

Á reyndar eftir að fara á Laugarveginn, kannski ég fari inn í einhverja spútnik búðina þar og finna eitthvað sætt, málið er að ég vil ekki glamúrkjól sem ég get ekki tjúttað í, ég hef nefnilega agalega gaman að dansa og þar sem ég er nú frægur klunni þá sé ég mig ekki í anda í voða glamúrkjól, gæti t.d. stigið á hann
og dottið á hausinn.

Já gleymdi að minnast á eitt atriði í þessum búðum, og það eru skórnir sem maður getur farið í til að sjá heildarsvipinn á dressinu sem maður er búin að máta, OMG hvar ætli búðareigendur finni alla þessa ljótu skó sem þeir eru að bjóða manni? Kannski með þá svona ljóta til að þeim sé ekki stolið?
Þangað til næst amma kveður.............

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Afhverju ekki bara ad bjóda vinnufélugunum uppa tetta......Bara djók. Madur á ad láta eftir sér tegar madur finnur eitthvad handa sjálfum sér, hef sjálf verid í sömu klípu!!!!Held ad tad sé kallad níska:)
Baejó erla Björg.

Nafnlaus sagði...

Ég held að ég þurfi ekki að spyrja að því hvort að það hafi verið stuð hjá þér í gær.... Hahhaaha! Þú varst heví fersk í hádeginu ;o)
Vonandi verðuru búin að jafna þig þegar ég hitti þig næst.
Kveðja,
elsta dóttirin