24. janúar 2008
Kirtlarnir úr Guðrúnu
Nú hafa háls-kirtlarnir verið teknir úr henni Guðrúnu og verða ekki settir í aftur. Aðgerðin fór fram á St. Jósepsspítala og gekk bærilega. Hún verður heima nokkra daga til að jafna sig. Sigrún verður hjá henni en svo óheppilega vildi til að hún fékk ælupest og liggja þær því samann. Kanski hefur það haft áhrif að það er einhver pest að ganga á sjúkrahúsinu, en ég rak augun í að það var verið að vara við magapest og því ættu heimsóknir að vera takmarkaðar. Sigrún var þarna yfir nótt og gæti það hafa gert gæfumuninn. Pálmar er einnig heima óvinnufær um óákveðinn tíma, þannig að staðan er sú að ég og kötturinn erum ein með heilsu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
sæl guðrun vona að þér batni sem fyrst
tinna systir
Hae Gudda!!!
Láttu tér nú batna fljótt. Kvedja frá Kattholti
Skrifa ummæli