4. desember 2007

Heimilistæki............

Keypti mér þvottavél fyrir rétt rúmum tveimur árum, var rosalega glöð með hana því hún þvoðið miklu betur en gamla druslan. Nema hvað auðvitað stuttu eftir að ábyrgðin rann út þá bilaði apparatið - bara allt á floti í þvottahúsinu og þá kom líka í ljós að hallinn á gólfinu er ekki réttur þannig að það rann allt í eitt hornið en ekki niður um niðurfallið sem var rétt hjá vélinni. Mjög ergilegt, en ég ætla nú ekki að vera mikið að svekkja mig á vélinni, læt karlinn skipta um heila eða klukku þegar hann kemur heim frá Afríku.


Eldavélin eða réttara sagt bakarofninn hefur alltaf verið til leiðinda síðan í hitti fyrra og var ég orðin svo svekkt á þessu að ég nennti ekki lengur að baka því ég nenni ekki að svekkja mig á svona hlutum, en samt maður vill baka fyrir jólin þó svo að ég éti þetta allt meira og minna sjálf!!! En ég var sem sagt búin að hugsa um að skipta ofninum út fyrir þessi jól og í gær lét ég verða af því að kaupa nýtt sett í eldhúsið. Fór í Húsasmiðjuna og þeir áttu réttu græjuna á rétta verðinu eða þannig! Svo þurfti auðvitað að hafast handa við að koma nýju græjunni fyrir, það var ekkert mál eftir að bróðir minn ljónshjarta kom og reddaði systir sinni, því eins og þið sem þekkið mig er ég frekar óþolinmót týpa og gat auðvitað ekki beðið þangað til karlinn kæmi heim frá Afríku.

Núna bíð ég bara eftir að ísskápurinn, frystiskápurinn og sjónvarpið klikki. Mundi ekkert svekkja mig þó svo að sjónvarpið gæfi upp laupana, mig langar nefnilega í nýtt tv, svona flatskjá eins og er svo mikið í tísku núna. Græt heldur ekki fyrstiskápinn en ég efast um að hann fari að klikka hann er nefnilega frá þeim tíma sem heimilistæki voru vönduð, hann er örugglega orðin 30 ára gamall.

Það virðist nefnilega vera orðið þannig með þessi tæki nú til dags að þau eru einnota. Skiptir engu máli hvort þetta sé eitthvað merki eða ekki. Vinkona mín ein keypti sér 700.000þús kr ísskáp frá Mile sem átti að vera þvílíkt góður en nei nei haldi þið að hann hafi ekki bilað og er hún bara búin að eiga hann í 3 ár! Allt orðið að einnota drasli og made in China!!!

Þangað til næst.............amma kveður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með nýja bakaraofninn og helluborðið! Veiiii núna getum við farið að baka fyrir jólin, auðvitað kem ég til þín, minn ofn er ekki upp á marga fiska... Stefnum að því að baka um helgina... er þaggi?????????
Þín elsta dóttir.

Nafnlaus sagði...

Hæhæ og til hamingju með nýja bakaraofninn! :) Annars les ég oft bloggið og hef gaman að því.
Kv. Hrafnhildur

Nafnlaus sagði...

Hæ, þú verður að blogga oftar mútta!!! Gaman að lessa færslurnar þínar ;)

Sjáumst eftir 14 daga ;)

Kv Tinna

Nafnlaus sagði...

700.000 þúsund... klink í mínum vasa... Berglind