18. desember 2007

Umferðarmenning/ómenning.......

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er furðulegt í umferðinni. Í gær þegar ég var á leið heim úr vinnunni byrjaði ballið. Þar sem ég vinn er frekar þröngt og afskaplega léleg aðkoma að fullt af fyritækjum (þetta er í Faxafeni) á gatnamótunum myndast oft mikil umferð, beint áfram - frá hægri og vinstri, ég hélt að þegar maður er að koma inn á akbraut þá eigi maður alltaf réttinn ef maður er ekki að beygja yfir akgreinina, æi ég veit ekki hvort þið skiljið mig nema það kom svaka stór jeppi og ætlaði að beygja í veg fyrir mig þar sem ég var að fara inn á akbrautina en þar sem ég er svo mikil frekja þá gaf ég mig ekki og var alveg sama þótt hann mundi keyra á mig. Svo er ég að aka Miklubrautina rétt áður en maður beygir inn á Reykjanesbrautina og þar var bara allt stopp, ég sé í baksýnisspeglinum að löggan og sjúkrabíllinn eru að koma á fleygiferð svo ég geri eins og maður á að gera fer eins langt til hliðar og ég kemst. Nei nei haldið þið að jeppadrulsan hafi ekki komið hægra megin við mig þar sem ég var að hliðra til fyrir löggunni og brunar áfram, það var samt greinilegt að það hafði orðið slys bara rétt hjá. Ég þoli ekki svona frekjuhunda, auðvitað blótaði ég honum í sand og ösku en því miður heyrði hann ekki í mér. Nú svo þegar ég ætlaði svo að skjótast aftur inn á akbrautina haldiði að það hafi ekki einn verið að reyna að troða sér á minn stað - argggggggggggggggg

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

iss svona myndi aldrei fara í taugarnar á mér. berglind

Nafnlaus sagði...

þú verður bara að fara að fá þér einkabílstjóra..... held það barasta ;o)
Enn og aftur gleðileg jól og takk fyrir okkur í kvöld, leiðinlegt að við skulum hafa farið svona snemma heim, Vilhelm greyið alveg kominn með rugluna enda líka lasarus...
Jólaknús,
Þín elsta dóttir