Í margs konar skilningi.
Risessa gekk um götur Reykjavíkur í dag og fórum við mæðgur í bæinn til að skoða hana. Hún er ótrúlega flott og mikill mannskapur sem fylgir henni. Mikið var um fólk í höfuðborginni til að fylgjast með henni. Þetta er franskur listahópur sem er hérna á vegum Listahátíðar.
Svo eru kosningar til alþingis eins og allir sem á Íslandi búa vita. Vona svo sannarlega að það verði breyting á, komin tími til! Er nú ekki viss hvort ég nenni að vaka til að sjá hvernig þetta fer. Fyrir ykkur sem eru ennþá óákveðnir geta getið farið inná www.xhvad.bifrost.is
Ég persónulega fór ekki eftir þessu, prufaði þetta og útkoman varð ekki mér í hag svo ég fór bara og kaus x.....................
Í dag er líka Eurovision mér finnst þetta vera að verða að einum stórum skrípaleik. Ég hef nú ekki hlustað á öll lögin sem taka þátt í kvöld, ég hef bara heyrt í austantjaldslöndunum sem komust upp úr undanúrslitunum, og ég er nú bara ekki að fatta þetta. Spurning hvort austantjaldsfólk sé upp til hópa með svo lélegt tóneyra og heyri ekki muninn á því hvort sungið er falskt eða ekki, skiptir greinilega ekki máli. Þá er spurning hvað er fólk að kjósa? Kannski klæðaburð keppenda? Ætla sko að horfa á keppnina og hneykslast á því hvað liðið er upp til hópa með illa syngjandi fólk.
En nú er nóg komið af bulli, ætla að fara að setja snakkið í skál og fara að koma mér í kósístöðu í sófanum. Þangað til næst amma kveður............
12. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Verd bara ad segja ad tad eru fleiri sem ekki skilja tetta med Eurovision!!! Mjög furdulegt ad Ísland og Noregur komust ekki med til úrslita og fullt ad ödru rugli nádi fram..........
vona ad tad sem var í snakk skálinni hjá tér var betra enn keppnin!
Kvedja Erla Björg.
Ójá það var betra en þetta rusl sem var verið að sýna okkur. En voru Svíar hrifnir af sínu framlagi?
Skrifa ummæli