Ég sem hélt að vorið væri í það minnsta komið, en nei í gærmorgun vaknaði maður bara upp við vondan draum, allt orðið hvítt, og þegar ég lít út um eldhúsgluggann og horfi á Esjuna er hún eins og að hausti en ekki vori, með snjó niður í miðjar hlíðar.
Stór dagur framundan hjá Tinnu og Gumma á fimmtudaginn. Þau útskrifast bæði frá Iðnskólanum í Reykjavík. Held svei mér þá að Tinna sé orðin pínku pons stressuð, hún sem á eftir að fara í neglur, vinna í 1 dag, kaupa skó - helst rauða, þrífa, baka og pakka niður því þau eru að flytja austur eftir helgi. Já svei mér þá hún hlítur að vera smá stessuð, ég finn meira að segja fyrir smá stressi þegar ég er að pikka þetta inn. En sem betur fer á þetta ekki allt að gerast fyrir fimmtudaginn, þau ætla að halda veislu á laugardaginn bæði fyrir fjölskyldu og vini. Verð nú bara að segja það að ég mjög stolt af minni stelpu, hún hefur staðið sig alveg rosalega vel í náminu, og auðvitað Gummi líka, má ekki gleyma honum. Til hamingju bæði tvö! Set inn myndir á fimmtudagskvöldið fyrir ykkur hin sem búið erlendis og komist ekki til að gleðjast með þeim.
En þangað til næst...........amma kveður.
22. maí 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli