31. maí 2007

Frábært veður

Loksins komið sumar, hitinn í morgun kl. 06:00 var 8°c sem er auðvitað alveg gífurlega mikið. Svo er spáin góð fyrir daginn í dag, kannski maður skelli sér í hjólatúr eftir vinnu, ekki get ég lengur farið á hestbak þar sem hesturinn er farinn í sveitina, snökkt, snökkt :-(
Eiginmaðurinn gerði stórkaup ársins í gær, fór og keypti 1 stk klesstann Volvo S80 sem hann ætlar að dunda sér við að gera upp þegar hann er ekki í vinnunni eða á hjólinu sínu. Þetta verður stórglæsilegur bíll þegar búið verður að laga hann. Ætli hann sé að senda mér dulin skilaboð með þessu??? Þarf að spyrja hann næst þegar ég hitti hann!

Þangað til næst..........amma kveður.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jæja á þetta að vera svona hjá pabba!! hehe en gat hann ekki bara frekar keypt eitt stikki íbúð handa dóttir sinni sem saknar ykkur rosa mikið? Meina hún má alveg vera gömul...ég geri hana þá bara upp ;) hehe En er bara að dreyma rosalega ;) Miss you gæs
KV Túttan.

Nafnlaus sagði...

P.s það tók mig daggóðan tíma að átta mig á hvernig það ætti að kommenta hérna, en er komin uppá lagið með það og ætla að vera jafn duglega að kommenta hjá ykkur og þið verðið að blogga......svo þetta er allt undir ykkur komið ;)

Nafnlaus sagði...

Tinna það er ekkert erfitt að kvitta þú bara ýtir á other og þá geturðu skrifað nafnið þitt! We miss you to to.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju mad dóttirina og nya "glaesilega" bílinn!!! Héda er ekkert ad fréttast, aettladi bara ad kvitta fyrir mig.
Kv. Erla