6. júní 2007

Sumar

Tíminn æðir hrein áfram, bara komið sumar áður en maður veit af. Ekki hefur góða veðrið verið að þvælast fyrir mér hérna á suðvesturhorninu. Rok og rigning út í eitt. En það styttist óðum í utanlandsferðina, aðeins 16 dagar til stefnu, ætla sko rétt að vona að þar verði gott veður. Aðeins 2 vinnudagar eftir hjá mér og svo er ég komin í "frí" ef frí skildi kalla. Er að fara í aðgerð á öxl nk. mánudag og verð frá vinnu í minnst 6 vikur. Má ekkert gera nema fara í sjúkraþjálfun.
Ég kem ekki til með að blogga neitt í nokkrar vikur, kannski ég fái afa til að verða ritarann minn, aldrei að vita.
Við Þórunn mágkona mín fórum í brúðkaup i gær. Ásgeir í veiði og Matti í Afganistan svo þeir misstu af stuðinu.
Gústa frænka og Sigurjón létu pússa sig saman í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Veislan var í Skútunni, þar hittum við fullt af ættingjum sem maður sér allt of sjaldan. T.d. Ellu frænku, Möttu frænku og Viktoríu frænku. Ella frænka hefur í mínum huga alltaf verið þessi eina sanna frænka, það var farið í heimsóknir til hennar og Sigga mannsins hennar í Barmahlíðina hérna í den og eins komu þau oft til ömmu og afa á Álfaskeiðið. Mikið hrikalega er hún lík ömmu Sigrúnu, verð endilega að muna eftir að fá myndir sendar frá Ellen svo ég get sett þær hérna inn. Svo var Matta frænka, hún býr á Borgarfirði Eystri og sést aldrei hérna fyrir sunnan, er álíka sjaldséð og hvítur hrafn. Gaman að hitta hana, hún hefur svo skemmtilegan húmor.
Gleymdi að segja hvað maturinn var hrikalega góður ummmmmmmm fæ sko vatn í munninn við tilhugsunina, brúðkaupstertan var líka mjög góð, er nú ekki mikið fyrir svona marzipantertur en þessi var sko GÓÐ. Nammi nammmmmmmm. Svo var bara tjúttað fram á rauða nótt, við Þórunn tókum nokkrar sveiflur á dansgólfinu og yfirgáfu svo stuðið um eitt leytið. Verðum nefnilega að vera í góðu formi í dag, erum að fara að hjálpa foreldrum Þórunnar að flytja dót austur á Hvolsvöll, en þar voru þau að kaupa sér hús sem þau ætla að nota sem sumarbústað.
Verð að hætta núna því ég á að vera mætt í Breiðholtið eftir ca. 1/2 klst.
Þangað til næst..........amma kveður.

Engin ummæli: