Ég var svo ljónheppin um daginn að það hringdi í mig góð kona og spurði hvort ég vildi aðstoða hana í hesthúsinu og fara með henni á hestbak þegar veður er gott. Ég hélt það nú, enda eru hestar eitt af mínum uppáhaldsdýrum, sitja í efsta sæti ásamt hundum. Verst að eiginmaðurinn er ekkert gefinn fyrir hesta, vill bara fá sín hestöfl úr mótorhjólinu, og ekki vil ég þeysast um landið á vélfáki. Ég er ekki ennþá búin að fara í útreiðatúr en það gerist vonandi í þessari viku. Ég hef aldrei umgengist hesta í hesthúsi svo ég þarf aðeins að venjast þeim þar og þeir að venjast mér. Svo er ég nú ekki komin svo langt að geta kembt þeim, en ég moka, gef og næ í þá út í gerði.
Svo vorum við vinkonurnar að ákveða að fara í Valkyrjuferð í sumar, íííííííhhhhhhhhaaaaaaaaa.
Það verður bara gaman!!!
Get eiginlega ekki beðið eftir sumrinu, ég ætla að gera svo margt. Fara í frí til Lindu frænku sem býr í Ameríku, passa Vilhelm, fara í hestaferð/ir og svo vona ég að við förum í útilegur og veiðiferðir eins og öll önnur sumur.
Flensan hefur sem betur fer ekki ennþá stungið sér niður á heimilið 7-9-13. En litla prinsessan mín er komin með hálsbólgu og kvef en samt ekki með hita. Hún svaf voða lítið í nótt var alltaf að fara á klósettið því henni var svo flökurt.
Við vorum því bara heima i dag, en mætum vonandi galvaskar út í lífið á morgun.
Þangað til næst...............amma kveður.
12. febrúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
jájá mamma mín, það er eins gott að fara að æfa sig á hestunum svo að þú getir eitthvað gengið eftir þessa hestaferð í sumar... úuúúúúfffffff... ég fæ bara harðsperrur á að hugsa út í þetta ;o)
óóóó... ég helt að litla prinsessan þín væri ég. Ég hélt að þú værir að skrifa um mig, er nebla með rosa mikla hálsbólgu og kvef... uhuhuhuhuhhhh... mig langar í mömmu til að hjúkra mér!!!!!
jæja ok þú þarft að hjúkra pabba, hann er svo lasinn.... pestin greinilega gengin í garð á þínum bæ
Skrifa ummæli