Þá er loksins búið að finna út hvernig á að stofna myndaalbúm á netinum, allt hefst þetta með þolinmæðinni, hérna getið þið séð myndir sem voru teknar um jól og áramót. Annars allt gott að frétta úr Funalindinni, allt að komast í samt horf eftir jólahátíðina. Búið að koma jóladótinu í geymslu, gestirnir farnir til síns heima, og er þeirra er sárt saknað. Vilhelm er byrjaður í ungbarnasundi og fór amman og Guðrún að horfa á hann taka nokkrar dýfur. Skítakuldi hefur verið á klakanum og er spáð áframhaldandi kulda, kannski snjóar á morgun! Guðrún er byrjuð að æfa frjálsar aftur eftir smá hlé og var hún glöð í gær þegar hún kom heim af fyrstu æfingunni, hún kemur til með að æfa 2-3x í viku, kannski verður hún frjálsíþróttakona eins og mamma sín :-) Talandi um æfingar.....þá er ég(amman) búin að skrá mig í leikfimi hjá Báru, TT 1 og á nú að takast á við slen og keppi, mar verður jú að vera þokkalegur þegar sumarið kemur, ekki getur maður farið að ferðast með öll þessi aukakíló til útlanda, það stendur nefnilega til að eyða hluta af sumarfríinu í USA, Linda frænka er búin að bjóða okkur að koma í sumar og erum við búin að fá lánað hús sem hún á við fallegt vatn. Jæja það er komið að háttartíma hjá gömlu. Endilega skrifið comment og kíkið á myndirnar.
9. janúar 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hæhæ....mjög áhugavert að þú skulir vera komin með síðu pabbi minn!!! ;) En samt sem áður flott síða hjá þér!!! ;) Verður að vera duglegri en ég að blogga...er það ekki????? see you, bara svona smá kvitt kvitt
Skrifa ummæli