25. desember 2007

Gleðileg jól

Óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og vonum að þið hafið haft það jafn gott og við.

Læt fylgja með mynd af yndislegum ömmudreng lesa fyrir ömmu sína á aðfangadagskvöldi.



18. desember 2007

Umferðarmenning/ómenning.......

Það er alveg ótrúlegt hvað fólk er furðulegt í umferðinni. Í gær þegar ég var á leið heim úr vinnunni byrjaði ballið. Þar sem ég vinn er frekar þröngt og afskaplega léleg aðkoma að fullt af fyritækjum (þetta er í Faxafeni) á gatnamótunum myndast oft mikil umferð, beint áfram - frá hægri og vinstri, ég hélt að þegar maður er að koma inn á akbraut þá eigi maður alltaf réttinn ef maður er ekki að beygja yfir akgreinina, æi ég veit ekki hvort þið skiljið mig nema það kom svaka stór jeppi og ætlaði að beygja í veg fyrir mig þar sem ég var að fara inn á akbrautina en þar sem ég er svo mikil frekja þá gaf ég mig ekki og var alveg sama þótt hann mundi keyra á mig. Svo er ég að aka Miklubrautina rétt áður en maður beygir inn á Reykjanesbrautina og þar var bara allt stopp, ég sé í baksýnisspeglinum að löggan og sjúkrabíllinn eru að koma á fleygiferð svo ég geri eins og maður á að gera fer eins langt til hliðar og ég kemst. Nei nei haldið þið að jeppadrulsan hafi ekki komið hægra megin við mig þar sem ég var að hliðra til fyrir löggunni og brunar áfram, það var samt greinilegt að það hafði orðið slys bara rétt hjá. Ég þoli ekki svona frekjuhunda, auðvitað blótaði ég honum í sand og ösku en því miður heyrði hann ekki í mér. Nú svo þegar ég ætlaði svo að skjótast aftur inn á akbrautina haldiði að það hafi ekki einn verið að reyna að troða sér á minn stað - argggggggggggggggg

4. desember 2007

Heimilistæki............

Keypti mér þvottavél fyrir rétt rúmum tveimur árum, var rosalega glöð með hana því hún þvoðið miklu betur en gamla druslan. Nema hvað auðvitað stuttu eftir að ábyrgðin rann út þá bilaði apparatið - bara allt á floti í þvottahúsinu og þá kom líka í ljós að hallinn á gólfinu er ekki réttur þannig að það rann allt í eitt hornið en ekki niður um niðurfallið sem var rétt hjá vélinni. Mjög ergilegt, en ég ætla nú ekki að vera mikið að svekkja mig á vélinni, læt karlinn skipta um heila eða klukku þegar hann kemur heim frá Afríku.


Eldavélin eða réttara sagt bakarofninn hefur alltaf verið til leiðinda síðan í hitti fyrra og var ég orðin svo svekkt á þessu að ég nennti ekki lengur að baka því ég nenni ekki að svekkja mig á svona hlutum, en samt maður vill baka fyrir jólin þó svo að ég éti þetta allt meira og minna sjálf!!! En ég var sem sagt búin að hugsa um að skipta ofninum út fyrir þessi jól og í gær lét ég verða af því að kaupa nýtt sett í eldhúsið. Fór í Húsasmiðjuna og þeir áttu réttu græjuna á rétta verðinu eða þannig! Svo þurfti auðvitað að hafast handa við að koma nýju græjunni fyrir, það var ekkert mál eftir að bróðir minn ljónshjarta kom og reddaði systir sinni, því eins og þið sem þekkið mig er ég frekar óþolinmót týpa og gat auðvitað ekki beðið þangað til karlinn kæmi heim frá Afríku.

Núna bíð ég bara eftir að ísskápurinn, frystiskápurinn og sjónvarpið klikki. Mundi ekkert svekkja mig þó svo að sjónvarpið gæfi upp laupana, mig langar nefnilega í nýtt tv, svona flatskjá eins og er svo mikið í tísku núna. Græt heldur ekki fyrstiskápinn en ég efast um að hann fari að klikka hann er nefnilega frá þeim tíma sem heimilistæki voru vönduð, hann er örugglega orðin 30 ára gamall.

Það virðist nefnilega vera orðið þannig með þessi tæki nú til dags að þau eru einnota. Skiptir engu máli hvort þetta sé eitthvað merki eða ekki. Vinkona mín ein keypti sér 700.000þús kr ísskáp frá Mile sem átti að vera þvílíkt góður en nei nei haldi þið að hann hafi ekki bilað og er hún bara búin að eiga hann í 3 ár! Allt orðið að einnota drasli og made in China!!!

Þangað til næst.............amma kveður.

19. október 2007

Útlönd

Nú fer að styttast í það að við stelpurnar og Vilhelm Leví förum til Svíþjóðar í heimsókn til múttu. Þetta verður sannkölluð stelpuferð, Vilhelm fær að fljóta með því hann er svo lítill. En við förum sem sagt út fimmtudaginn 25. október og komum heim á sunnudagskvöldinu 28. okt. Þetta er ekki langur túr hjá okkur en samt ágæt að skreppa og kíkja á fjölskylduna sem maður á austan við mig. Það er svona þegar fólkið manns á heima erlendis þá verður maður stundum að heimsækja það. Ég ætla að taka bílaleigubíl í DK, vona að ég komist út úr Köben :-) aldrei keyrt þarna. Svo er stóra málið að fara yfir brúna - þeir sem þekkja mig rosalega vel vita hvað ég hata brýr, svo það verður hjartsláttur og sviti í lófum þegar ég keyri þar yfir. Er búin að senda fyrirspurn á vinkonu mína sem á fínan garmin hvort hún vilji ekki lána mér hann, það væri auðvitað bara snilld ef hún segir "já já elsku vinkona þú mátt fá hann lánaðan".

Litla systir sem býr í Sverige er að byggja við húsið sitt og það verður rosalega spennandi að sjá slotið. Ég ætla rétt að vona að músin sem beit í sundur rafmagnssnúruna að þvottavélinni hennar sé farin til guðs með sitt krullaða hár. Veit ekkert ógeðslegra en mús á vappi inn í hýbýlum.

Þangað til næst.............amma kveður.

8. október 2007

Sætastur...............

Þessi litli snúlli kom í heimsókn til ömmu og afa í Funalind á laugardaginn og fékk vöfflur með súkkulaði, sem honum þótti ekki slæmt. Hann eltist við kisu enda farinn að labba út um allt og svo segir hann bara tiiisa, hann var svo góður við Grímu vildi kyssa hana og var hún fljót að nota tækifærið og þefa út úr honum þegar hann opnaði munninn, bara sætt. Hann er ekki að rífa í hana heldur potar hann bara pent í hana, tiiisa tiisa.

17. september 2007

Ligga ligga lá

Ég er komin með passa, ligga ligga lá, fer í sendiráðið á eftir og næ í hann.
Þannig að nú er ég komin með 2 ríkisföng og get flutt til fyrirheitnalandsins þegar mér hentar án þess að spyrja Bush eða nokkurn annan runna að því.

Þangað til næst...............amma kveður.

5. september 2007

Margt búið að gerast

Ýmislegt hefur sko á daga mína drifið síðan ég ritaði hérna inn síðast. Nú ég byrjaði í nýrri vinnu 13. ágúst, mér var boðin vinna við bókhald hjá góður fyrirtæki út í bæ. Ekki það að ég hafi verið að leita mér að vinnu, var bara þokkalega ánægð í skólanum nema rétt um hver mánaðarmót þegar launin komu inn þá fékk ég vægt til orða tekið nett áfall sem var svo alltaf búið að jafna sig þegar að næstu mánaðarmótum kom. Og er það nú aðalástæðan að ég skipti um vinnu, sakna nú samt fólksins í skólanum þau eru svo hress, er samt ekki að meina að fólkið á nýja staðnum sé það ekki heldur, á bara eftir að kynnast því betur. Ég var sem sagt í tveimum vinnum í 2 vikur og vá þvílík klikkun, þetta geri ég aldrei aftur, var við það að fara á KLEPP!!
Nú svo er hitt málið sem er eiginlega aðalmálið. Ég fékk pappírana undirritaða frá föður mínum yndislegum, tók smá tíma að fá hann til að skilja rétt minn í þessu máli, þ.e.a.s. gerast amerískur ríkisborgari. Er búin að gera margar tilraunir, hringja, senda honum póst og reyna að heimsækja hann, ekki það að hann eigi heima í næsta bæ, neinei karlinn býr í Flórída, ekki beint ódýrt að heimsækja hann. En eníveis þá komu þeir (pappírarnir) núna í ágúst og nú er ég búin að leggja þá inn hjá ameríska sendiráðinu með mynd sem by the way er ömurleg 5x5 og snúa beint fram eins og konan sagði og engin svipbrigði takk fyrir. Gæti verið gott innlegg í sakbendingu hjá CSI New York.
Hef leyfi til að sletta til helminga ef þetta fer í pirrurnar á ykkur, er nefnilega hálfur kani!

Þangað til næst..........amma kveður.