21. febrúar 2013

Alþingismenn

Nú karpa menn á þingi án mikils árangurs, sem gleður suma og pirrar aðra. Þetta vilja menn segja að séu eðlileg vinnubrögð til að komast að niðurstöðu, eða koma sér í góða samnings stöðu í jafnvel allt öðru máli.
Ríkis starfsmennirnir okkar taka sér stöðu og hugsa samkvæmt þeim uppskriftum sem eru lagðar til grundvallar, á flokksþingum þeirra flokka sem þeir tilheyra. Þetta hljómar leiðinlegt, þægilegt og lýðræðislegt, en komast menn eitthvað áfram með þessu fyrirkomulagi?
Ekki að ég eigi við að íslenskt þjóðfélag sé rekið af þessari stofnun, heldur meira að við þurfum endurnýjun og betrum bætur á lögum auk reksturs á vegum ríkisins og þess vegna þarf að vera einhver gangur í stofnuninni.
Kanski er kerfið í lagi en þörf á að breyta venjum-vinnubrögðum og skipta um starfsmenn.
Fyrir nokkrum árum skráði ég söguna af hundinum hér sem kanski á við í þessu tilviki. I stuttu máli var hún af bónda sem var í áratugi óánægður með hundana sína sem voru meðal annars geltandi á bíla og fl. Bróðir hans hafði bent honum á að fá sér ekki hvolp fyrr en næsti gamli hundur væri dauður og ala hann svo upp  eins og hann vill hafa hunda. Málið hjá þessum bónda var að þegar hann ætlaði að fara ala upp hvolpinn var hann þegar búinn að læra ósiðina.
Eins og staðan er núna þurfum við ekki nýja þingmenn til að verða alveg eins og þeir sem meiri hluti þjóðarinnar ber ekki virðingu fyrir og er rúinn trausti.    

Engin ummæli: