Vaknaði við sírenuvæl sem hljómaði eins og loftvarnarlúðrar í bíómyndum á aðfaranótt laugardagsins um 02. Mig grunaði að það væri kvikknað í, einhverstaðar og það væri verið að ræsa út sjálfboðaliða í slökkviliðinu eins og var gert í Ludritz um árið.
Í morgun fékk ég þær fréttir að bílstjórinn okkar gæti ekki mætt á réttum tíma vegna þess að það kviknaði í húisinu hans. Þegar hann mætti um 7, 30 fékk sagði hann mér að það hefði brunnið hjá honum húsið og frændi hans og vinkona hans hefðu dáið í brunanaum. Þegar ég fer svo að ræða við fleiri þá kemur í ljós að það var líka bruni í síðustu viku og þá létust 2 líka. Samt er ekki föst mönnun á slökkviliðinu, en það er í umræðunni að það sé ástæða til. Svo dettur það uppfyrir þegar kemur að því hver eigi að borga, það nefnilega vill enginn borga, en allir vilja fá.
28. júní 2010
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
æji greyið maðurinn.... :(
Kv. Eva.
Hlakka til að sjá þig á sunnudaginn :)
Skrifa ummæli