22. febrúar 2010

No sex no live


I was discussing about how dangerous AIDS is with few of the female workers in the factory. I said "it is better to have no sex than not save sex". OK one of them said I am not agree because, "no sex.... no live",
And further more she said "no water no live". I had nothing more to say, if they want to have insecure sex it is up to them.
This attitude to AIDS is a problem here, one of the male worker said to me the other day "I do not believe that AIDS is real", and then he ask me "can you show me a picture of this AIDS"? Do someone have a picture of AIDS in his wallet? Here with is a picture of the lady. regards, Asgeir

Tiger Woods

Nú vita flestir að Tiger hefur átt í erfiðleikum með einkalífið. Hann hefur viðurkennt eftir mikinn þrýsting framhjáhald. Auðkjúkur stendur hann og ávarpar heiminn að viðstöddum ættingjum og þeim sem hag hafa af því að hann nái að þvo sig af því að hafa verið á röngum velli með röngum spilurum. Hann fær svipaða athygli og ef Bandaríkjamenn væru að hefja innrás einhversstaðar. Meðan hann er að lesa ræðuna dettur mér í hug Árni Jónsen Þingmaður, ég veit ekki af hverju en kanski af því að Tigerinn bregst alveg allt öðruvísi við en aumingja Árni sem lenti í sínu máli. Mjög líklegt er að þessi ræða hjá Tígernum hafi verið saminn og lesinn af öllum þeim sérfræðingum sem best kunna til verka við að þrífa upp eftir skandalinn. En,kanski var þetta ekki svo slæmt hjá Árna óstuddur fór hann í kastljósið og .......? já ... niðurstaðan er, hann fór á þing. Sennilega fer Tigerinn að vinna fyrir sér og fylgdarliði fljótlega og þá verður aftur kátt í höllinni. kveðja, afi

15. febrúar 2010

Humarveiðar Walvis Bay


Við fórum samann íslendingarnir og veiddum humar fyrir nokkru. Þetta fer þannig fram að það þarf að fá leyfi til veiðanna hjá yfirvöldum. Það kostar 240 kr og gildir í einn mánuð. Veiðarnar eru með því skilyrði að ekki má nota nein veiðarfæri heldur þarf að grípa humarinn með höndunum, og þar reyndi á íslendinginn sem hafði aldrei prufað það áður.
Eftir að hafa vaðið og kafað í sjónum töluverðann tíma þá hafðist það án tilsagnar. Bara að stjúka klettunum og finna holu stinga höndunum ofaní hana eins lagnt og maður kemmst og þegar maður verður var við hreifingu er bara að grípa fast því hann berst um og bítur.
Ekki er leyfilegt að taka með sér fleiri en 7 humra heim og þurfa þeir að ná lágmarkstærð og er hún svipuð og stærsti humar á íslandi.
Ég hefði farið strax helgina á eftir, en sólbrunninn eftir volkið hélt mér heima. Humarinn bragðaist vel en auðvitað var hann borðaður á ströndinni.
Á stuttum tíma (þegar búið var að finna út hvernig) náðust 25 humrar en auðvitað var sleppt humri til að uppfylla lagalega skildu.
Þó gæti verið að einhverjir af þeim hafi skriðið ofaní sjávarréttinn hjá Eyfa sem var einmitt að elda þarna á ströndinni rétt hjá á sama tíma, en um þetta veit ég auðvitað ekki neitt. En það sem var alveg víst var risarækja, gerfi krabbi kræklingur og margt fleira í pojkí pottinum þeim. Meðfylgjandir er svo mynd af henni Arndísi Eyfadóttur en hún aðstoði við að segja til á ströndinni. Þeir sem hafa áhuga á að skoða myndina betur þá er bara að klikka á hana humarinn er í poka aftan við dísina.
kveðja Afi