23. nóvember 2009

Farsíminn efstur á blaði

Var að tala við félaga minn hér á svæðinu, sagði hann mér af vinnumanni sem hefur verið hjá honum í 8 ár uppá hvern virkann dag, en þeir eru tveir í fyrirtækinu. Þessi vinnumaður hefur ca 1500 til 2000 Rönd á mánuði. En hann var að kaupa sér farsíma fyrir 2500 rönd og bað atvinnurekandann um að lána sér fyrir sápu sem kostar 5 rönd.
Og lánaðurðu félaga þínum spurði ég, nei auðvitað ekki ef hann var svo vitlaus að kaupa sér síma fyrir 2500 rönd þá er það hans mál.
Forgangs röðun er ekki sú sama hjá öllum, en síminn er mjög mikilvægur hér þar á eftir kemur sennilega bíll eða föt, húsnæði og matur fer svo að komast á listann. Ég hef verið beðinn um pening fyrir brauði af öryggisverði sem var að vinna hér, stuttu seinna sá ég hann vera að senda SMS og benti honum á að senda guði SMS og biðja um brauð.
Til að setja þetta í samhengi þá lét ég mér duga að kaupa síma sem kostaði 360 rönd. kveðja, afi

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er hægt að nota þennan síma fyrir utan Namibíu? Ef svo er þá máttu kaupa 1 stk fyrir mig.

Kv
SG

Asgeir sagði...

ok ekki málið frú S