14. júní 2009

Verðlagið

Hef verið að bera saman verð á matvælum og fl. tek hér nokkur dæmi. Franskbrauðhleyfur lítill (eins og tvö rúnnstykki) kr 20 ekki selt á íslandi, mjólk 1 líter kr 165 kostaði ca 80 á ísl. að þvo og þurrka bílinn ekki bón 375 kr. Fara út að borða nautasteik með víni 1.500 kr. Að fara á kei eff sí KFC með kóki og svoleiðis 675 svipað kostar að fara á amerískan hammborgara stað. Hús kosta 15 - 25 milljonir og eru þá stór og nýleg. Hægt er að fá einbýlishús á 10 millur með skúr og samt þannig að íslendingar gætu sætt sig við. Bílar kosta eitthvað minna en heima, en sem dæmi kostarToyota Landcr. 120VX 2009 með leðri nýr 6,5 milljónir. Musso eins og minn ´98 kostar hins vegar 3 sinnum meira hér í Walvis en heima. Það er vöntun á notuðum ódýrum bílum hér en offramboð af þeim heima. Auk þess eldast bílar betur hér.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvað er gengið á N$ núna?
gummi b

Nafnlaus sagði...

Gummi á að fara að flytja gamlar druslur út frá Íslandi og til Namibíu? Það yrði örugglega dágóður bisness.

Sigrún

Asgeir sagði...

það kostar milljón fluttingur á 40fetara