Í gær fór ég til rakarans sem kann að klippa ókrullað hár. Hann er staðsettur við hliðinna á bensínstöð sem er í miðbænum, ekki ósvipað umhverfi og var hjá BSR við Hafnarstræti forðum. Þegar inn var komið var kallinn (65) standandi við stólinn að klára eina karrí böku og bauð mér sæti í stólnum sem var sennilega frá þeim tíma er hann kláraði að læra. Spegill var á veggnum á móti en ég gat ekki séð mig í honum því hann var þakinn myndum af fjölskyldunni og tveim metrum of langt frá stólnum. Karlinn þurkaði sér um munninn bauð sæti og spurði hvernig ég vildi hafa klippinguna og svo hófst hann handa. Ég fékk það strax á tilfinninguna að það væri verið að rýja með rafmagns-klippum og ég væri bara ein rollan enn. (Ég hef lent í því áður hjá Ragga rakara í Keflavík, nema þá fékk maður það á tilfinninguna að hann væri að vera of seinn í aðgerð í einhverju fiskhúsinu og hann hefði týnt skærunum). Nema hvað... Walvis Bay raggi átti skæri og saxaði eitthvað og svo var hann alltaf að bursta af mér hárið og dreifa púðri sem minnti á smábarnarassa púður og lyktin sú sama. Þetta setti hann á hálsinn og nuddaði og burstaði svo að mér sótti hnerri sem braust út með hvelli og þá skyndilega var hann búinn að klippa. Þegar ég svo stend uppúr stólnum þá sé ég á miða sem stendur á stórum stöfum "ef þú reykir ekki þá rek ég ekki við" góð ábending walvis ragga..... Þá var komið að því að greiða, tónlistin hljómaði frekar hátt gamli söng með og ég heyrði ekki alveg hvað hann sagði eða söng en.... gjaldið var 375kr ísl. Það var stuð hjá walvis bay ragga og ég hlakka til að fara aftur.
Síðustu viðskipti sem ég átti við íslenskan rakara var gjaldið 3.200 kr ísl en klippingin betri. Satt best að segja þá var þessi klipping mun betri en ég fekk hjá rakaranum í Lindarhverfinu fyrir ári.
14. júní 2009
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hahahaha góð rakarasaga við mamma hlógum rosalega já og hún biður að heilsa þér. Hún kom í dag beint í afmæliskaffi sem hún hefur ekki upplifað á Íslandi lengi. Þín var sárt saknað í kaffiboðinu í dag.
Hlakka til að sjá þig á föstudaginn.
KV
Sigrún
sömuleiðis hlakka ég til
ójá hver man ekki eftir klippingunni sem þú fékkst hinum megin við götuna ;O) mjög eftir minnileg. En það kemur sko ekki á óvart að klippingin hafi skyndilega verið búin þegar þú hnerraðir..... það fer allavgana ekki fram hjá neinum þegar það gerist ;O) Til hamingju með atvinnuleyfið.
Kv.
Eva.
p.s.
fáum við að sjá mynd af nýju klippingunni???
já það kemur.....
bíð spennt eftir mynd af nýju klippingunni ;O)
Skrifa ummæli