16. júní 2009
Munaður ekki sjálfgefinn hér
Um helgina var lokað fyrir sjónvarpið og kom í ljós að eigandi hússins hafði lagt svo fyrir en við vorum búnir að borga, hægt var að fá opnað aftur eftir fortölur. Á mánudagsmorgni var lokað fyrir rafmagnið og kom í ljós við eftirgrenslan að rafmagnið var tekið af vegna innsláttarvillu hjá rafveitunni sem er algengt og að rafmagnið ætti bara að koma á hið allra fyrsta. En maðurinn sem væri í því að loka fyrir rafmagnið færi svo í að opna fyrir eftir því sem greitt væri og það væri bara mikið að gera hjá karli, en það kæmi á í dag. í morgun var ekki komið rafmagn á, en eftir hringingar þá kom það fyrir rest. Þannig að í gærkvöldi var lesið við kertaljós. Þegar maður vaknaði í morgun fór frammúr í myrkri og burstaði tennurnar þá var maður bara þakklátur fyrir að hafa rennandi vatn, en það var einmitt vatnslaust um daginn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ohhh svaka rómó og ég ekki á staðnum, en ég er alveg að koma ;-)
Mjög skemmtilegt að lesa bloggið þitt Ásgeir, endilega að halda þessu áfram .... Maður fær bara heimþrá :O) hafðu það gott .. kveðja Sigga og Óskar
takk fyrir hrósið Sigga og Óskar gaman að verða var við að einhver sé að lesa, það hvetur mann til að gera meira af þessu. kveðja ásgeir
Hæhæ pabbi minn, ég var búin að gleyma þessari síðu, en ég fer daglega inn á skypið að athuga hvort þú sért ekki þar, það er bara hrikalega langt síðan að ég heyrði í þér...maður er nú farin að sakna þín solldið mikið, allaveganna væri gott að fara að heyra í þér fljótlega :)En til hamingju að vera loksins kominn með atvinnuleyfið. Skemmtilegt að sjá myndina með fyrsta starfsmanninum, ég á reyndar eftir að kíkja hvort þú sért búinn að setja inn fleirri myndir, væri allaveganna gaman að skoða það. En þetta er nú frekar farið að líkjast fæstlu en commenti svo ég vona að þú hafið það sem allra best, hyri í þér vonandi sem fyrst.
Kveðja Tinnslan
P.s ég er aðeins byrjuð að leika mér í golfinu, svaka stuð...
Halló halló, hvernig er lífið í hægu Namibíu? manni klæjar illilega í puttuna af löngun í 33 tíma ferðalag til Afríku endilega henda inn myndum svo maður getur leyft sér að dreyma aðeins hérna fyrir framan tölvuna
Kv. Pálmar
Skrifa ummæli