19. apríl 2008

Keppni Iðnnema

Eldri dóttirin kom suður til að taka þátt í Íslandsmóti iðnnema og stóð sig með stakri prýði eins og henni einni er lagið þó hún hafi ekki lent í 1 sæti. Það var smá stess í gangi á heimilinu í dag áður en tilkynnt var hver hefði unnið, henni kveið einna helst að ef hún mundi vinna þá þyrfti hún að fara og taka á móti verðlaununum, hún fékk samt viðurkenningu og flottar teiknigræjur sem hún getur tengt við tölvuna sína.

Fórum með örverpið í dans og horfðum á hana dansa listavel, gaman að sjá hvað það eru margir sem æfa dans, framundan er Íslandsmeistaramót í dansi og er töluverð spenna að vita hvort hún geti dansað þar eins og vinkonurnar, en hún hefur verið frekar óheppin með dans"herra" það er víst ekki of mikið af strákum í hennar hæð sem eru að æfa dans. Þetta skýrist allt í vikunni, danskennarinn ætlar að ath hvað hún getur gert fyrir hana.

Skruppum svo í speltvöfflur í Flúðaselið, við fundum engan mun hvort það var venjulegt hvítt hveiti eða spelt, mjög góðar vöfflur. Barnabarni lék á alls oddi eins og venjulega, hann er alltaf svo glaður að sjá ömmu, afa og Guðrúnu.

En nú er vorið örugglega komið og þangað til næst....amma kveður.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ÉG er nú alveg sammála með þessa mannanafnanefnd, hvað er málið með öll þessi skrýtnu nöfn það er ekki eitt nafn þarna sem ég gæti hugsað mér að heita en það er víst í tísku hjá sumu fólki að skýra börnin sín eins fáránlegu nafni og þau geta, þetta er rugl! Annars bara að kvitta fyrir komunni kv.Hrafnhildur