24. apríl 2008

Gleðilegt sumar

Sumarið er komið og Tinna og Gummi búin að fá sér hund. Auðvitað koma nánari fréttir af hvutta seinna. Við hjónin erum að leita að sígaunatuskukerru (tjaldvagni) og eru allar ábendigar vel þegnar. Ætlunin er að fara hringinn í sumar þegar Linda frænka Sigrúnar kemur í heimsókn frá USA.
Trukkabílstjórar eru enn hissa á að ekki skuli vera farið eftir því sem þeir vilja og að allt skuli ekki snúast um þá. Sennilega aldrei verið eins mikið talað um lítið með eins mikilli áherslu og ákafa. Það er engin furða að sumir fljóti með og segi "já þetta getur ekki gengið svona".
Þeir sem eiga einbýlis og raðhús vita hvað þeir eiga að gera næstu mánuðina, mála glugga hreinsa rusl klippa runna kaupa mold í beðin og fl. Við hin reynum bara að njóta lífsins við aðra hluti, t.d. útivist göngutúrar hjólatúrar veiði og fara í sund og höfun ekkert samviskubit út af því að hafa ekki borið á þakskyggnið áburðinum á túnið mosinn á milli hellnanna. Gleðilegt sumar allir landsmenn.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt sumar! Þið finnið örugglega fína tjaldvagna í smáagulýsingum á mbl eða kassi.is
kv.HG

Nafnlaus sagði...

Hæhæ Gleðilegt sumar!
Mamma og Guðrún eru hérna hjá okkur... en ætla eitthvað að reyna að sleppa frá okkur, sjáum nú tl hvernig þeim gengur ;o)
Hey biddu mömmu um að bjóða mér með sér út til usa í haust! okei????
Sjáumst
Eva.