1. mars 2008

Takt texta bull

Í svefnrofunum kom texti í upp í hugann með takt fastri laglínu sem hljómaði í hausnum á mér sterkt aftur og aftur, þetta er náttúrulega óttalegt bull eins og megnið af því sem í gangi er og allt í lagi með bullið það er saklaust eitt sér. Auðvitað er þetta ekki í fyrsta skipti sem ég vakna með þessum hætti en í þetta skiptið skrifaði ég hjá mér bullið og laglínan hljómar eitthvað fram eftir degi í hausnum á mér, ekkert merkilegt við það, en ef þú nennir lestu bullið og gefðu álit og eða bættu við.

Sambúð undir súð
saman sveitt og kúl

Bankað að dyrum var
enginn frammi var

Sexið ávöxt bar
barnið komið var

Unnið fram á nótt
saman brauðið sótt

Svo var það einn daginn að gæinn fékk nóg og fór...

Saman undir súð
sat ég ein og fúl

Barnið fagurt er
hvað skal gera hér

Fá mér annan mann
hvar skal finna hann

Prufa nokkra fyrst
hvort ég hafi list

Sambúð undir súð
saman sveitt og fúl

Sakna fyrsta manns
best að finna hann

Sambúð undir súð
sátt og kúl

.....það væri nú gamann að fá nokkrar línur í sama dúr, þú takt texta ædúl. Eins væri gamann að vita hvort eitthvað lag kemur upp í hugann þegar þetta er lesið með sterkum áherslum og hvert erindi lesið tvisvar. ....afar kúl afa kveðja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það er greinilegt að það er margt sem hrjáir þig karlinn minn. Vona að þig dreymi ekki í samræmi við textabullið. Þarftu að segja mér eitthvað? Ef svo er þá vil ég frekar fá að heyra það face to face en ekki lesa það á blogginu!
Gamla........

Nafnlaus sagði...

nei pabbi ég held að það þurfi barasta ekkert að bæta við þetta, held barasta að þetta sé komið hjá þér ;o)
kv. Eva