Það hefur ýmislegt skemmtilegt gerst á árinu sem er að líða.
Um síðustu áramót kom systir pabba míns sem býr í USA í heimsókn til okkar og var mjög gaman að fá hana til okkar, þetta var í annað skiptið sem hún kemur í heimsókn til okkar. Einnig kom mútta gamla frá svíaríki og var hjá okkur um jól og áramót, hún kemur nú eins og jólasveinninn - reglulega.
Ég fór í 2 utanlandsferðir á árinu. Fyrsta ferðin var til frænku í USA og dvöldum við þar í 2 vikur, við tókum Þórunni mágkonu mína með í þessa ferð, upphaflega átti Matti bró að koma líka en hann vildi frekar fara til Afganistans að huga að talibönum sem þar búa. Ferðin var í alla staði mjög góð, fórum í 3 daga til NEW YORK CITY, mjög áhugaverð borg en ekki borg að mínu skapi. Ótrúlega mikið áreiti í þeirri borg. Við fengum að sjálfsögðu gott veður sem er alltaf betra þegar farið er til annara landa. Upplifðum 4 júlí partý að hætti Kanans hjá vinafólki frænku og marg margt fleira, jú kíktum auðvitað "aðeins" í mollin.
Seinni ferðin sem ég fór í var til Svíþjóðar að kíkja á múttu, litlu systir og litla bróðir sem þar búa. Við fórum í dömuferð ég og dætur mínar, reyndar kom Vilhelm með okkur ekki hægt að skilja hann eftir heima. Leigðum okkur bíl í Köben og keyrðu til múttu, ferðalagið tókst ljómandi vel.
Tinna dóttir mín útskifaðis úr Iðnskólanum í maí og einnig kærastinn hennar hann Guðmundur. Þau fluttu til Egilsstaða og er Tinnan mín þar á samningi hjá Hérðasprent.
Ég fór í eina skemmtilegustu ferð ever í endaðan júlí með 3 vinkonum mínum, við fórum í 3ja daga valkyrjuhestaferð um hálendið, þetta var óendanlega skemmtileg ferð. Mæli með svona hestaferð, ef þið viljið fara með þeim yndælishjónum sem við fórum með kíkið þá á www.kalfholt.is
Eina útilega ársins var farin um verslunarmannahelgina, höfðum tekið á leigu tjaldvagn hjá VR og brunuðum undir Eyjafjöll, fjölskyldan í Stapaseli kom líka svo og Eva og fjölskylda. Fínt að fá leigðan svona vagn, held ég sofi ekki í tjaldi framvegis, nú er það bara tjaldvagn eða fellihýsi sem kemur til greina.
Ég skipti um vinnu á árinu. Það var ekki á áætlun hjá mér en þegar ég var að fara til USA þá var hringt í mig og mér boðin önnur vinna, ég gat ekki neitað þessu því launin voru helmingi hærri en þau sem ég hafði í skólanum. Ég kvaddi skólann minn með söknuði, það var virkilega fínt að vinna þar en því miður getur Kópavogsbær ekki boðið laun í samræmi við það sem gerist úti á hinum almenna vinnumarkaði.
Læt þetta duga í bili...............amma kveður.