Nú fer að styttast í það að við stelpurnar og Vilhelm Leví förum til Svíþjóðar í heimsókn til múttu. Þetta verður sannkölluð stelpuferð, Vilhelm fær að fljóta með því hann er svo lítill. En við förum sem sagt út fimmtudaginn 25. október og komum heim á sunnudagskvöldinu 28. okt. Þetta er ekki langur túr hjá okkur en samt ágæt að skreppa og kíkja á fjölskylduna sem maður á austan við mig. Það er svona þegar fólkið manns á heima erlendis þá verður maður stundum að heimsækja það. Ég ætla að taka bílaleigubíl í DK, vona að ég komist út úr Köben :-) aldrei keyrt þarna. Svo er stóra málið að fara yfir brúna - þeir sem þekkja mig rosalega vel vita hvað ég hata brýr, svo það verður hjartsláttur og sviti í lófum þegar ég keyri þar yfir. Er búin að senda fyrirspurn á vinkonu mína sem á fínan garmin hvort hún vilji ekki lána mér hann, það væri auðvitað bara snilld ef hún segir "já já elsku vinkona þú mátt fá hann lánaðan".
Litla systir sem býr í Sverige er að byggja við húsið sitt og það verður rosalega spennandi að sjá slotið. Ég ætla rétt að vona að músin sem beit í sundur rafmagnssnúruna að þvottavélinni hennar sé farin til guðs með sitt krullaða hár. Veit ekkert ógeðslegra en mús á vappi inn í hýbýlum.
Þangað til næst.............amma kveður.
2 ummæli:
Miss you too!!!!
XXX
Þú stóðst þig eins og hetja þegar við fórum yfir búnna... ekki vandamálið ;o)
Það var rosalega gaman að fara með ykkur stelpunum til útlanda. Takk æðislega fyrir okkur, rosalega var gaman...
Kveðja,
Eva og Vilhelm Leví.
Skrifa ummæli